Fréttir

Esjudagur FÍ og Valitor - kvöldganga með Ólafi Erni laugardag kl. 20.30

Hluti af dagskrá Esjudagsins er kvöldganga á Þverfellshorn með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ. Kvöldganga er að kveldi laugardags 27. ágúst og hefst kl. 20.30 frá Esjustofu.  Ef aðstæður eru góðar mun kvöldsólin baða hafflötin við sjónarrönd gulrauðum roða og á bakaleiðinni sjáum við ljósin í bænum vakna við undirspil mána og stjarna.

Esjudagur FÍ og Valitor - Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng

Esjudagur FÍ og Valitor er haldinn sunnudaginn 28. ágúst nk.  Ingó veðurguð mætir í gönguferð með Ferðafélagi barnanna og stjórnar brekkusöngi í fyrstu búðum Esjunnar sem settar hafa verið upp í tilefni dagsins. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.  Takið með ykkur nesti og nýja skó.

Esjudagur FÍ og Valitor - morgunganga á Móskarðshnúka með framkvæmdastjóra FÍ

Esjudagur FÍ og Valitor er haldinn sunnudaginn 28. ágúst nk.  Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir með fararstjórum í tilefni dagsins. Meðal annars er boðið upp á fjölskyldugöngu með Ferðafélagi barnanna að fyrstu búðum, skógargöngu með skógræktarfélagi Reykjavikur, kappgöngu að Steini,  göngu á Þverfellshorn og morgungöngu á Móskarðshnúka með framkvæmdastjóra FÍ.

Esjudagur FÍ og Valitor - Maximus Músikus mætir í Esjuna

Esjudagur FÍ og Valitor er haldinn sunnudaginn 28. ágúst nk.  Maximus Músikus mætir í Esjuna ásamt tónlistarmönnum úr Sinfóníuhljómsveti Íslands og spilar fyrir unga fólkið í ,,fyrstu búðum" í Esjunni sem settar verða upp í tilefni dagsins. Maximus Múskikus hefur slegið í gegn hjá Sinfóníuhlljómsveitinni og verður án efa glaður að komast út í náttúruna.

Esjudagur FÍ og Valitors - 28. ágúst

Esjudagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 28. ágúst.  Boðið verður upp á gönguferðir, m.a. morgungöngu, skógargöngu, kappgöngu, kvöldgöngu, fjölskyldugöngu, brekkusöng, ratleik, fjöldaupphitun.  Sem sagt margt skemmtilegt  í boði fyrir útivistarunnendur og alla fjölskylduna. Þáttaka er ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin auglýst nánar eftir helgi.

Jarðminjaferðamennska

Jarðminjaferðamennska er skilgreind sem ferðaþjónusta sem byggir á sérstæðri jarðfræði og nýtur stöðugt meiri vinsælla á heimsvísu. Einn virtasti sérfræðingur heims á þessu sviði, dr. Ross Dowling, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Háskólafélags Suðurlands, Kötlu Jarðvangs og Líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins mánudaginn 29. ágúst kl. 15-17.

Vel heppnuð árbókarferð

Árbókarferð FÍ í Dalinu í gærdag var vel heppnuð.  Um áttatíu þátttakendur slógust þá í för með Árna Björnssyni höfundi ábókar og óku um sögusvið bókarinnar undir leiðsögn Árna. ,,Þetta var mjög skemmtilegt og vel heppnað, " sagði Jóhannes Ellertsson einn þátttakenda í ferðinni.  Ekið var um Bröttubrekku og að Eiríksstöðum, þaðan að Laugum í Sælingsdal, þá Skarðsströnd með viðkomu að Skarði, Svínadalinn til baka og í Búðardal og þaðan Laxárdalsheiði yfir í Hrútafjörð og til Reykjavíkur.  Alls tók ferðin um 14 tíma.

Síldarmannagötur nk. sunnudag

Sunnudaginn 21. ágúst er boðið upp á gönguferð um Síldarmannagötur, forna þjóðleið úr Hvalfirði yfir að Fitjum í Skorradal. Fararstjóri er Eiríkur Þormóðsson. Skráning á skrifstofu FÍ.

Samningur við Siglingastofnun um Hornbjargsvita

Í vikunni skrifuðu  Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingastofnunar og Ólafur Örn Haraldsson  forseti Ferðafélags Íslands undir samning til fimmtán ára um afnot vitavarðarbústaðarins við Hornbjargsvita í Látravík. Þar var samþykkt að ferðafélagið fær bústaðinn til afnota endurgjaldslaust gegn því að sinna viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum og aðstöðu sem nauðsynleg er til reksturs ferðaþjónustu á staðnum.

Árbókarferð með Árna Björnssyni - Í dali vestur - sunnudagur 14. ágúst

Ferðafélag Íslands efnir til árbókarferðar vestur í Dali með Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi og höfundi árbókar  2011. Ferðin er dagsferð og verður farin sunnudaginn 14. ágúst. Farið er víða um héraðið og meðal annars komið við á sögufrægum stöðum sem fjallað er um í bókinni.