Fréttir

Eitt fjall a mánuði með FÍ - kynningarfundur 10. janúar

Ferðafélag Íslands býður upp á verkefnið Eitt fjall á mánuði árið 2012.  Þá er gengið á eitt fjall á mánuði sem er minni skuldbinding en fyrir þá sem taka þátt í Eitt fjall á viku.  Kynningarfundur á Eitt fjall á mánuði er haldinn þriðjudaginn 10. janúar kl 20 í sal FÍ.  Verkefnisstjórar eru þeir Fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir.....,

FÍ Garpar

Ferðafélag Íslands býður nú upp á nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið FÍ Garpar.  Þá er gengið á 8 – 10 virkilega krefjandi fjöll og er  verkefnið eingöngu ætlað þátttakendum í mjög góðu formi og með reynslu af fjallaferðum.  Einar Stefánsson Everestfari, verkfræðingur og margreyndur fjallagarpur og Auður Kjartansdóttir sem starfar sem sérfræðingur á ofanflóðasviði Veðurstofunnar og hefur 20 ára reynslu af fjallamennsku og björgunarsveitarstörfum verða fararstjórar í þessu verkefni.  Verkefnið FÍ Garpar  og Eitt fjall á mánuði verða kynnt á sérstökum kynningarfundi 10. Janúar nk. í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6 kl. 20.

Eitt fjall á mánuði 2012 - kynningarfundur 10. janúar

Ferðafélag Íslands fór í byrjun árs af stað með verkefnið eitt fjall á mánuði.  Fjölmargir þátttakendur skráðu sig og hafa gengið á eitt fjall á mánuði allt árið. Verkefnið naut verðskuldaðra vinsælda og skiptu göngumenn oftast mörgum tugum og stundum nálægt hundraði sem tróð fjöll í fótspor fararstjóra. Eitt fjall á mánuði verður eftir á dagskrá á nýju ári. Umsjónarmenn og aðalfararstjórar verða eins og í ár þeir Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. Þeir eru bræður og með margra áratuga reynslu að baki í margvíslegri fjallamennsku og starfi fyrir björgunarsveitirnar. Sérstakur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2012 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00. Þar munu bræðurnir kynna dagskrá nýs árs, fara yfir nauðsynleg atriði í búnaði og svara fyrirspurnum. Hér fyrir neðan er dagskrá nýs árs og fyrir áhugasama því ekki annað að gera en að taka upp símann og láta skrá sig.

Myndir úr ferðum Ferðafélags barnanna komnar á netið

Myndir úr ferðum Ferðafélags barnanna 2011 eru komnar á netið hægt er að skoða þær hér

Eitt fjall á viku 2012-kynningarfundur í kvöld

Þriðjudaginn 3. janúar- í kvöld- verður verkefnið Eitt fjall á viku 2012 kynnt á sérstökum fundi. Fundurinn verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00. Þar mun stjórnandi verkefnisins, Páll Ásgeir Ásgeirsson kynna fyrirkomulag verkefnisins á nýju ári, fararstjórar verða kynntir og spurningum svarað.Skráning er hafin á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533. Skrifstofan er opin frá 12- 17.  

Eitt fjall á mánuði - nýtt verkefni 2013

Nýtt verkefni Éitt fjall á viku  hefst árið 2013.   Umsjónarmenn verða þeir sömu; hinir einstöku fjallbræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir, auk aðstoðarfararstjóra.  Kynningarfundur Eitt fjall á viku verður haldinn 10. janúar í sal Fí Mörkinni 6. .

115 fengu gullpening

Á gamlársdag lauk 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands árið 2011. 115 göngugarpar gengu á Öskjuhlíðina, drukku heitt kakó í Perlunni og tóku við verðlaunapeningi úr hendi Ólafs Arnar Haraldssonar forseta FÍ. Svo kvöddust allir með faðmlögum og brosum en algengasta setningin sem heyrðist var: sjáumst á fjöllum eftir áramótin.Nýtt verkefni fer af stað í byrjun janúar með kynningarfundi þann 3. í Mörkinni 6.

Blysför í Öskjuhlíð fimmtudaginn 29.desember

Fimmtudaginn 29. desember standa Ferðafélag Íslands og Útivist fyrir blysför í Öskjuhlíð.  Blysförin hefst kl. 18 frá Nauthóli. Gengið er að Perlunni og tilbaka eftir göngustígum í skóginum.  Jólasveinar heimsækja hópinn og taka lagið. Allir fá kyndla og flugeldum skotið á loft.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar 8. janúar

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld.  Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.  

Opið í Landmannalaugum milli jóla og nýárs

Skálinn í Landmannalaugum verður opin frá 27.des 2011 til 2. Janúar 2012.Símanúmer skálavarðar er 860-3335.  Vaktsími vegna gistingar í öðrum skálum félagsins er 860-7372.