Fréttir

Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar 8. janúar

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld.  Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.  

Opið í Landmannalaugum milli jóla og nýárs

Skálinn í Landmannalaugum verður opin frá 27.des 2011 til 2. Janúar 2012.Símanúmer skálavarðar er 860-3335.  Vaktsími vegna gistingar í öðrum skálum félagsins er 860-7372.        

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélagsins verður lokuð frá og með 23. desember 2011 opnum aftur 2. janúar 2012 kl 12.00. Síðasti opnunardagur skrifstofu er því 22. desember.    

Eitt fjall á viku árið 2012

Ferðafélag Íslands hefur í tvö ár starfrækt verkefni sem er ýmist kallað 52 fjalla verkefnið eða Eitt fjall á viku . Það  hefur notið mikilla vinsælda og hafa þátttakendur verið langt á annað hundrað bæði árin sem því hefur verið haldið úti.Nú er verkefni nýs árs í mótun og verður boðað til kynningarfundar snemma í janúar með auglýsingum í blöðum milli jóla og nýárs. Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningu nú þegar og geta áhugasamir sett sig í samband við skrifstofu FÍ.Í öllum meginatriðum verður verkefnið með svipuðu móti og verið hefur undanfarin tvö ár. Þó eru alltaf smávægilegar breytingar milli ára sem mótast af reynslunni sem safnast fyrir. Þannig hefur t.d. Hekla verið tekin af dagskránni og skemmtiferð til Vestmannaeyja sett á dagskrá í staðinn en þar ganga þátttakendur á hæstu fjöll Heimaeyjar og kynnast menningu eyjarskeggja.Á nýju ári verður fyrir utan fjöllin 52 boðið upp á tvö námskeið sem eru innifalin. Annars vegar er GPS námskeið þar sem farið er gegnum stillingar og notkun GPS tækja og helstu atriði siglingafræðinnar yfirfarin.Hinsvegar er kynning á búnaði, mataræði og líkamsþjálfun sem tengist útivist. Umsjón þessara námskeiða verður í höndum fararstjóra verkefnisins.Umsjónarmaður og aðalfararstjóri verkefnisins á nýju ári verður Páll Ásgeir Ásgeirsson en aðrir fararstjórar í teyminu eru: Hjalti Björnsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, Anna Lára Friðriksdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.

Jólagjafir ferðafélagans - gjafakort, landlýsingar, fræðslurit og kort

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands má finna jólagjafir ferðafélagans, t.d. gjafakort í sumarleyfisferðir, helgarferðir og dagsferðir, árbækur og landlýsingar, fræðslurit, kort og ýmsan fróðleik.

52 fjöll 2012

Gönguverkefni FÍ Eitt fjall á viku, 52 fjöll ári, hefur gengið vel á árinu og nálgast þátttakendur nú markmiðið, þe að ganga á fjall nr. 52.  Stór hópur af þeim þátttakendum sem lögðu af stað í ársbyrjun eru enn galvaskir og munu klára verkefnið með stæl...

Leiðsögn um Vatnajökulsjóðgarð

Bókin Leiðsögn um Vatnajökulsjóðgarð fæst nú á sérstöku hátíðaverði, aðeins kr. 2.900 fyrir félaga Ferðafélags Íslands. Bókin var gefin út í september 2011 á íslensku, ensku og þýsku. Hana er nauðsynlegt að eiga en að auki er hún tilvalin jólagjöf fyrir vini, bæði heima og erlendis.

1001 Þjóðleið - Kynningartilboð til félagasmanna FÍ

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók sem nú býðst félagsmönnum í Ferðafélaginu á sérstöku kynningartilboði.

Fræðsluerindi - Hallmundarkviða og Hallmundarhraun. Eldforn lýsing á eldsumbrotum.

Fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fyrirlesari, Árni Hjartarson.  Í erindinu segir hann frá Hallmundarhrauni og leyndardómum þess. Árni skoðaði eldstöðvar hraunsins á ferð með gönguhópi frá Ferðafélagi Íslands s.l. sumar undir leiðsögn Sigrúnar Valbergsdóttur.

Myndakvöld miðvikudaginn 23. nóvember

Myndakvöld á morgun miðvikudag 23. nóvember kl 20.00 í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6. Myndir úr starfi félagsins. Frítt inn, allir velkomnir.