Fréttir

Fjall mánaðarins í febrúar er Grímannsfell.

Önnur ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 25. febrúar. Gengið verður á Grímannsfell í Mosfellsdal sem er 482 m. hátt fjall sem er staðsett austast í Mosfellsdal. Grímannsfell er hæsta fjallið í Mosfellssveit, nokkuð víðáttumikið og gott útsýnisfjall. Sjá nánar>>

Helgi og dýrkun steina og kletta

Laugardaginn 25. febrúar nk. heldur Nafnfræðifélagið fræðslufund í Odda, húsi Háskóla Íslands, stofu 106, kl. 13.15. Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri, flytur erindi sem hann nefnir  HELGI OG DÝRKUN STEINA OG KLETTA Á ÍSLANDI  

Skyndihjálp í óbyggðum - námskeið fyrir félagsmenn FÍ

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu, Skyndihjálp í óbyggðumUmfjónarmenn: Övrvar og Ævar AðalsteinssynirDagsetning: 28. febrúar, 1. mars og 6. mars, 18. - 22.00,  í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6.

Námskeið fyrir félagsmenn - Vetrarfjallamennska og skyndihjálp í óbyggðum

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið bæði fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu.    Á næstunni verður boðið upp á námskeið bæði í skyndihjálp i óbyggðum sem og vetrarfjallaferðamennsku.

Fjallakofinn styður Ferðafélag Íslands

Fjallakofinn og Ferðafélag Íslands hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára.  Með samstarfssamningi þessum styrkir Fjallakofinn myndarlega við starf Ferðafélags Íslands og þá sérstaklega sem lítur að ferðum og þann búnað sem þarf til ferða.  Fjallakofinn útvegar fararstjórum  FÍ MARMOT  útivistarfatnað sem og veitir félagsmönnum FÍ veglegan afslátt af öllum vörum í Fjallakofanum, sem og býður þátttakendum í fjallaverkefnum FÍ og einstaka ferðum upp á sérstök vildarkjör.

Ferðaaskur - nesti fyrir ferðamenn

FerðaAskur er sérútbúið nesti fyrir útivistarferðir, hvort sem um er að ræða dagsferðir eða lengri ferðir.Oft fer mikill tími í að versla, útbúa og pakka nesti fyrir útivistir.Margir eru líka í vafa um magn nestis, pökkun þess og hentugleika á fjöllum.FerðaAskur séu um allt þetta fyrir þig.Allur matur tilbúinn í einum pakka, degi fyrir brottför.

Borgarganga Hornstrandafara FÍ

Borgarganga Hornstrandafara FÍ verður að þessu sinni í Garðahverfi og Hafnarfirði, á svipuðum slóðum og í fyrra. Genginn verður hringur frá samkomuhúsinu á Garðaholti áleiðis til Hafnarfjarðar og aðra leið aftur til baka. Staðnæmst verður við hús Bjarna riddara, elsta hús í Hafnarfirði, og þaðan gengið til baka um Kirkjuveg, Garðaveg og Kirkjustíg aftur að  Garðaholti.

Helgafellið gengið í blautu færi

Gengið var á Helgafell í skýjuðu veðri. Mikið hafði ringt og færið fremur blautt.  Óðum við krapatjarnirnar upp á leggi.  Lítill snjór var í fjallinu og engin hálka né klaki á leiðinni. Allt gekk vel og náðum við tindinum eftir þægilega göngu. Uppi var allhvasst og lítil útsýn en fólk lét það ekki hafa af sér kaffipásuna

Myndakvöld á miðvikudag 1. febrúar- Sýnishorn af sumri

Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudagskvöld 1. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00. Myndakvöldið ber yfirskriftina: Sýnishorn af sumri. Þar verða sýndar myndir úr ferðum á vegum félagsins síðastliðið sumar en jafnframt skyggnst fram til næsta sumars og litið í áætlun Ferðafélagsins sem er nýkomin út. Umsjónarmenn myndakvöldsins eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir fararstjórar. Fleiri fararstjórar úr röðum félagsins verða á staðnum og svara fyrirspurnum um ferðir næsta sumars.Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi og kleinur til veitinga í hléi.    

Eitt fjall á mánuði 2012 - Helgarfell ofan Hafnarfjarðar

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28. janúar.   Gengið verður á Helgafell ofan við Hafnarfjörð sem er 338 m. hátt fjall sem rís tignarlega upp á hraununum ofan Kaldársels sem liggur ofan við Hafnarfjörð. Þótt  fellið sé ekki hátt er það áberandi á svæðinu bæði vegna þess að það stendur eitt og sér en einnig er það mjög formfagurt  með skálum giljum og fallegum móbergsmyndunum.