Fréttir

Hvers virði er náttúran? - Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands

Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands Á aldarafmæli Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir gönguferðum reglulega yfir afmælisárið. Reynsla og þekking leiðsögumanna ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Gönguferðirnar verða 12 talsins og taka hver um 2 klukkustundir. Markmið samstarfs Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands er að færa almenningi afmælisgjöf sem felst í fræðslu og hollri útivist. Um leið er vakin athygli og áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  Ekki þarf að skrá sig fyrirfram Hvers virði er náttúran? 29. október mun Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands, ganga um Heiðmörkina og tala um verðmæti náttúrunnar. Gangan hefst við Elliðavatnsbæinn kl. 14:00.

Framtíðarskipulag Þingvalla

Nú er lokið hugmyndaleitinni sem efnt var til í sumar. Alls bárust 102 tillögur frá 88 höfundum og verða þær allar til sýnis í Tjarnarsal (kjallara) Ráðhússins í Reykjavík og verður sýningin opnuð kl. 16 þriðjudaginn 18. október. Hún verður opin almenningi til sunnudagsins 23. október. Dómnefndin hefur lokið störfum og greinir frá niðurstöðum sínum og hvaða fimm tilögur hljóta viðurkenningu föstudaginn 21. október kl. 15:00 í Tjarnarsalnum og eru allir velkomnir á þann fund. Laugardaginn 22. október kl. 13.30 verður síðan á sama stað haldið málþing - svokölluð Hugmyndasmiðja sem er öllum opin. Þar verða tillögur hugmyndaleitarinnar ræddar enn frekar en auk formanns dómnefndar, Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, munu þau Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur, Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis og Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður, flytja stutt erindi um sögu og menningu á Þingvöllum, tengsl Alþingis og Þingvalla og náttúru Þingvalla og upplifun gesta. Að loknum erindunum skipa fundarmenn sér í hópa og ræða viðfangsefnin nánar og stýrir Árni Geirsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta umræðum. Málþingið stendur í 2-3 klukkutíma. Vertu velkominn í Tjarnarsalinn til þessara viðburða. Ólafur Örn HaraldssonÞjóðgarðsvörður Þingvöllum 

Afsláttarkvöld Útilífs - 25% afsláttur af öllum fjalla- og útivistarbúnaði

Ykkur er boðið á afsláttarkvöld í glæsilegri útivistardeild okkar í Glæsibæ þriðjudagskvöldið 11.október kl 18:30

Vetraropnunartími skrifstofu

Frá 19. september er opnunartími skrifstofu Ferðafélags Íslands frá kl. 12-17 alla virka daga. 

Skrifstofa FÍ lokuð í dag miðvikudag

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag miðvikvikudaginn 21. sept vegna vettvangsferðar starfsmanna.

Sýning tileinkuð ferð Roald Amundsen á Suðurskautið

Sýning Fram-safnsins í Osló um ferð Roald Amundsen á Suðurskautið 1911 verður opnuð í húsakynnum Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 föstudaginn 16. september kl. 17.00.

Skólaganga - Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands

Á aldarafmæli Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir gönguferðum reglulega yfir afmælisárið. Reynsla og þekking leiðsögumanna ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Gönguferðirnar verða 12 talsins og taka hver um 2 klukkustundir. Markmið samstarfs Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands er að færa almenningi afmælisgjöf sem felst í fræðslu og hollri útivist. Um leið er vakin athygli og áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  Ekki þarf að skrá sig fyrirfram Skólaganga 10. september leiðir Helgi Skúli Kjartansson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, gönguferð um slóðir menntunar og fræðslu í höfuðborginni. Gönguferðin hefst kl. 14:00 gatnamót Pósthússtrætis og Hafnarstrætis þar sem Barnaskóli Reykjavíkur var áður til húsa.

Ferðafélag Íslands tekur við rekstri Húsadals nk. áramót

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í sumar hefur Ferðafélag Íslands  fest kaup á Húsadal, skálasvæði í Þórsmörk og tekur við rekstri svæðisins frá og með næstu áramótum.  Öll aðstaða og þjónusta sem verið hefur í Húsadal verður áfram í boði og markmið félagsins er að styrkja enn frekar bæði aðstöðu og þjónustu á svæðinu.  Sú uppbygging mun hefjast þegar næsta vor.  

Línudans í Landmannalaugum

  Mannlífið í Landmannalaugum er að jafnaði afar litríkt og fjölbreytt. En línudans að morgni dags fyrir fjallgöngu hafði ekki sést þar áður fyrr en nú um helgina. Þar var á ferð hinn lífsglaði og skrautlegi 52 fjalla hópur á vegum Ferðafélags Íslands að safna fjöllum. Fimm tindar voru sigraðir um helgina en áður en lagt var á brattann á Bláhnúk á sunnudagsmorgni stjórnaði einn úr hópnum, Davíð Örn Kjartansson, línudansi á planinu fyrir utan.Þar var dansað af krafti og tónlistin bergmálaði í fjöllunum umhverfis Laugar sem skörtuðu sínu fegursta í stilltu haustveðri og sólskini. 88 göngugarpar fóru alsælir heim eftir að hafa smitast fyrir lífstíð af töfrum náttúrunnar á þessu fagra svæði.

Lokaáfangi Laugavegar - haustferð í Þórsmörk - Emstrur - Þórsmörk

Haustferð FÍ 17. - 18 september þar sem ekið er í rútu í Emstrur og gengið í Þórsmörk, lokaáfanginn á Laugaveginum,  Grillveisla og haustlitir í Þórsmörk.