Fréttir

Fimmvörðuháls - Þórsmörk 30. - 31. júlí

Ekið að morgni laugardags kl. 8.00 frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið yfir Fimmvörðuháls og í Þórsmörk. Rútan flytur farangur í Langadal og sækir göngumenn þar sem þeir koma niður í Strákagili. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka.

Inn milli fjallanna - Í fótspor Höllu. Sunnudaginn 17.júlí

Fararstjóri:Skúli Ragnarsson  Lagt af stað  frá Ytra-Álandi í Þistilfirði kl. 9:00. Ekið  að  sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiði, þaðan er gengið að Hrauntanga, eyðibýli (síðasti bærinn í byggð á Öxarfjarðarheiði), og í Kvíaborgir, einstök náttúrsmíð þar sem sjá má sérkennilegar hellamyndannir. Gengið að eyðibýlunum hljóðu  á Öxarfjarðarheiði, en þetta svæði spannar sögusvið  “Höllu og heiðarbýlisins” sem  er eitt af ritverkum Jóns Trausta.  4.5   klst.  1 skór    Nánari upplýsingar og skráning í ferðirnar í s. 4681290 /8631290 

Björg í bú - Myndir

Í júní var farin ferð um sunnanverða Vestfirði undir fararstjórn Gísla Más Gíslasonar. Myndir Gunnlaugs Júlíussonar úr ferðinni má sjá hér.

Svarfaðardalsfjöll - gönguferð

Í tilefni af útkomu bókarinnar ,,Svarfaðardalsfjöll - Genginn fjallahringurinn umhverfis Svarfaðardal efna Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Hörgur og Útivist til göngu á nokkra þeirra 75 tinda sem umlykja Svarfaðardal.

Laugarvegurinn - frábær ferð - næsta ferð í Þórsmörk

Ferðafélag barnanna er nýkomið úr ferð um Laugaveginn.  Ferðin tókst mjög vel, veðrið lék við börn og fullorðna í ferðinni, farið var í leiki, slegið upp kvöldvökum, sungið og sprellað og varðeldur lokakvöldið.  Fararstjórar voru þau Eva og Daníel, sem meðal annars eru umsjónarmenn Útivistarskólans á Gufuskálum.   Næsta ferð Ferðafélags barnanna er berja- og föndurferð í Þórsmörk 19.-21. ágúst.  Skráning á skrifstofu FÍ.

Tröllakirkja í júlí

Fjall mánaðarins í júlí er Tröllakirkja á Holtavörðuheiði. Sjöunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. júlí. Gengið verður á Tröllakirkju sem er 1001 m. hátt fjall vestan við Holtavörðuheiði. Tröllakirkju hafa flestir horft á þegar þjóðbrautin er ekin um Holtavörðuheiði en færri hafa gengið upp á fjallið þó ekki sé um langan veg að fara. Af Tröllakirkju sér víða um héruð í góðu skyggni enda eru sýslumörk þriggja sýslna á tindinum, Mýrasýsla, Strandasýsla og Dalasýsla mætast þar. Fjallið er byggt upp af basaltlögum 6-7 milljón ára gömlum og er mótað af rofi jökla. Í Tröllakirkju bjuggu tröll þursar við landnám. Þegar landsmenn tóku kristni og hófu að byggja kirkjur tóku þau að ókyrrast og flúðu flest norður á strandir.  Tröllkona ein var eftir í fjallinu og reyndi að eiða mönnum og kirkju með því að grýta bjargi einu ógurlegu af fjallinu og niður að Stað í Hrútafirði þegar fyrst átti að messa þar. Ekki dró hún lengra en að hestaréttinni og drap þar nokkur hross. Hugsanlega eru þessar sögusagnir ástæða þess að flestir hraða sér yfir heiðina þegar  þeir eiga þar leið um og leiða ekki hugann að því að ganga á fjallið. En nú verður breyting á. Við herðum upp hugann og mætum tröllkellu á hennar heimavelli. Gangan á fjallið er auðveld um gróið land en það getur verið nokkuð votlent á köflum. Búast má við snjósköflum efst en þeir verða ekki til trafala. Gangan hefst frá þjóðvegi 1 þar sem halla fer norður af háheiðinni, á milli Holtavörðuvatns og Grunnavatns. Við göngum vestur frá þjóðveginum yfir lægðina og smá hækkum okkur upp brekkurnar upp í skarð sem er sunnan við hæsta hnúkinn. Þaðan er haldið norður fjallið stuttan spöl á tindinn. Upphafsstaður göngu er við þjóðveg 1 þar sem halla fer norður af hábungu Holtavörðuheiðar. Bílastæði þarf að reyna að finna þarna en örugglega er hægt að leggja bílum þar sem sæluhúsið stóð fyrrum á háheiðinni. Ekinn er hringvegur 1 í gegnum Borgarnes og áfram upp Borgarfjörð áleiðis norður í land upp á Holtavörðuheiði.  Þar hefst gangan kl. 10.30. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 08.00. Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.Um er að ræða 700 metra hækkun og lengd göngu er um 12 km. fram og til baka. Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði við bíla aftur um kl. 16 - 17.00.  

Fjall mánaðarins í Eitt fjall á mánuði

Fjall mánaðarins í júlí er Tröllakirkja á Holtavörðuheiði. Sjöunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. júlí. Gengið verður á Tröllakirkju sem er 1001 m. hátt fjall vestan við Holtavörðuheiði. Tröllakirkju hafa flestir horft á þegar þjóðbrautin er ekin um Holtavörðuheiði en færri hafa gengið upp á fjallið þó ekki sé um langan veg að fara. Af Tröllakirkju sér víða um héruð í góðu skyggni enda eru sýslumörk þriggja sýslna á tindinum, Mýrasýsla, Strandasýsla og Dalasýsla mætast þar. Fjallið er byggt upp af basaltlögum 6-7 milljón ára gömlum og er mótað af rofi jökla. Í Tröllakirkju bjuggu tröll þursar við landnám. Þegar landsmenn tóku kristni og hófu að byggja kirkjur tóku þau að ókyrrast og flúðu flest norður á strandir.  Tröllkona ein var eftir í fjallinu og reyndi að eiða mönnum og kirkju með því að grýta bjargi einu ógurlegu af fjallinu og niður að Stað í Hrútafirði þegar fyrst átti að messa þar. Ekki dró hún lengra en að hestaréttinni og drap þar nokkur hross. Hugsanlega eru þessar sögusagnir ástæða þess að flestir hraða sér yfir heiðina þegar  þeir eiga þar leið um og leiða ekki hugann að því að ganga á fjallið. En nú verður breyting á. Við herðum upp hugann og mætum tröllkellu á hennar heimavelli. Gangan á fjallið er auðveld um gróið land en það getur verið nokkuð votlent á köflum. Búast má við snjósköflum efst en þeir verða ekki til trafala. Gangan hefst frá þjóðvegi 1 þar sem halla fer norður af háheiðinni, á milli Holtavörðuvatns og Grunnavatns. Við göngum vestur frá þjóðveginum yfir lægðina og smá hækkum okkur upp brekkurnar upp í skarð sem er sunnan við hæsta hnúkinn. Þaðan er haldið norður fjallið stuttan spöl á tindinn. Upphafsstaður göngu er við þjóðveg 1 þar sem halla fer norður af hábungu Holtavörðuheiðar. Bílastæði þarf að reyna að finna þarna en örugglega er hægt að leggja bílum þar sem sæluhúsið stóð fyrrum á háheiðinni. Ekinn er hringvegur 1 í gegnum Borgarnes og áfram upp Borgarfjörð áleiðis norður í land upp á Holtavörðuheiði.  Þar hefst gangan kl. 10.30. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 08.00. Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.Um er að ræða 700 metra hækkun og lengd göngu er um 12 km. fram og til baka. Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði við bíla aftur um kl. 16 - 17.00.  

Öskjuvegur með Ingvari Teitssyni

Ferðafélag Akureyrar býður upp á áhugaverða ferð um Öskjuveginn 10. - 14. júlí með Ingvari Teitssyni sem fararstjóra.  Enn eru nokkur sæti laus í ferðina og bókast hjá Ferðafélagi Akureyrar.

Esjuverkefni frestað

Esjuverkefnum FÍ Esjan alla daga og Esjan fyrir byrjendur sem vera áttu í næstu viku hefur verið frestað.

Daglegar ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar

Trex - Hópferðamiðstöðin ehf (frétt)     Daglegar ferðir  í Þórsmörk og Landmannalaugar byrja 1. júlí TREX - Hópferðamiðstöðin  ehf gefur félagsmönnum F.Í. og öðrum  tækifæri á að upplifa tvær af helstu náttúruperlum óbyggðana með rútuferðum  í sumar þar sem ekið er beint frá húsi Ferðfélagsins  Mörkinni 6 Reykjavík að skálunum  í Landmannalaugum og Langadal Þórsmörk. Ekið verður daglega fá tímabilinu 1. júlí og fram til 15. ágúst og til baka sömu daga.  Brottför er einnig frá tjaldstæðinu Laugardal kl.07,45, en  kl.08,00 er farið frá Ferðafélagshúsinu. Enginn ætti að sleppa tækifæri að kynnast þessum mögnuðu stöðum hvort sem er í dagsferð eða til lengri dvalar. Kjörið er að fara í dagsferð með um 3,5 klst stoppi eða að nýta sér gistiaðstöðu í skálum eða tjaldsvæðum.  Í Landmannalaugaferðinni er hægt að fara úr á leiðinni t.d. við Rjúpnavelli og Landmannahelli, en ferðirnar henta sérlega vel fyrir göngufólk. Félgsmenn í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt í ferðinar. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni: www.trex.is og á skrifstofunni að Hesthálsi 10, en einnig á fésbókarsíðunni: Trex - Travel Experiences.