Fréttir

Örgöngur Ferðafélagsins

Örgöngur Ferðafélagsins    Þriðja gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 18. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19.  Leið: Gengið um um veg sem liggur samhliða rörunum frá Nesjavöllum.  Þaðan haldið stíg sem liggur um Selbrekkur að Rauðavatni – þaðan vestur með vatninu og upp Lyngdalinn – Þaðan um Skálina og á veginn meðfram hitaveiturörinu.  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðir eru 1 ½ - 2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar: Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson

Fjölmenni á Hvannadalshnúk og nágrenni

105 þátttakendur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands gengu á Hvannadalshnúk um helgina í logni og sólskini. Göngumenn komu niður alsælir í sigurvímu eftir einstaklega vel heppnaða ferð í besta hugsanlega veðri og góðu færi.Fyrirtækið Jöklamenn eða Glacier Guides annaðist fararstjórn í leiðangrinum í samvinnu við þá fimm fararstjóra FÍ sem fylgt hafa hópnum í vetur. Páll Ásgeir Ásgeirsson verkefnisstjóri 52 fjalla hópsins sagðist í samtali við heimasíðu FÍ vera afar ánægður með frammistöðu sinna manna allra og samstarfið við Jöklamenn.Auk þessa var hópur  frá Ferðafélagi Íslands á Þverártindsegg svo í heild var þetta með allra stærstu helgum á vegum FÍ á árinu. Háfjöll önnur en Hvannadalshnúkur njóta vaxandi vinsælda og á tindum Öræfajökuls og í nágrenni var fjöldi smærri og stærri hópa um helgina og haft var við orð að Öræfajökull hefði verið eins og stór mauraþúfa. T.d. var vitað um alls 56 manns á Miðfellstindi í Skaftafellsfjöllum sem nýtur vaxandi vinsælda enda geysifagurt og krefjandi fjall. 

GPS námskeið

GPS staðsetningartæki og rötun 17., 19. og 21. maí 2011 Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum. Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.

Esjudagur FÍ og Valitors 5. júní

Ferðafélag Íslands og Valitor standa fyrir Esjudeginum sunnudaginn 5. júní.  Hátíð ferðafélagans og útivistarunnendans í Esjuhlíðum.  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Takið daginn frá. Nánar auglýst þegar nær dregur.

BANFF Film Festival

Ævintýraþrá, adrenalín, frelsi og útivist í bíó!   17-18. maí - klukkan 20:00 – í Bíó Paradís     Íslenski alpaklúbburinn heldur árlegu alþjóðlegu fjalla- og útivistarhátíðina BANFF Film Festival nú í maí. Þá verða sýndar bestu stuttmyndir ársins af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda jaðaríþróttir á borð við fjallamennsku, snjóbretti, fjallahjól, klifur, skíði, kajak, base jump og fleira. Myndefnið er mikið sjónarspil og er frábær skemmtun fyrir alla sem una útivist en ekki síður fyrir þá sem vilja fylgjast með úr fjarska og kjósa örugg og þægileg sæti...

Vormarkaður við Elliðavatn helgina 13. - 15. maí

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur  Vormarkað við Elliðavatni í annað sinn dagana 13.-15. maí næstkomandi. Föstudaginn 13. maí verður opið klukkan 15-18, en klukkan 10-18 á laugardag og sunnudag.  Nánari upplýsingar er að finna hér

Fjaran - gósenland - með fróðleik í fararteskinu

14. maí mun Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur og fulltrúi í háskólaráði Háskóla Íslands leiða göngu um fjörur á Álftanesi. Hugað verður að fjörunytjum og rifjuð upp þýðing þangs, fjörudýra og fjörugróðurs í fæðunni. Jafnframt verður litið eftir komu farfugla og margæsin sérstaklega boðin velkomin. Upphafspunktur ferðarinnar er við Bessastaðakirkju kl. 11:00, síðan verður farið á aðrar fjörur og ekið á milli. 

Barnavagnavika - Athugið að brottfarartími er kl 12:30

Ganga hefst alltaf kl 12:30, ekki 12:00 eins og áður var auglýst.

Örgöngur Ferðafélagsins

Önnur gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudaginn 11.maí. Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl:19.   Leið: Gengið um malarstíginn, sem liggur upp Leirdalsklauf, og inn á skógarstíg sem liggur utan í Nónás.  Þá farið inn á Reynivatnstíg sem liggur sunnan vatnsins og síðan inn á stíg er liggur upp á Velli – gamla skotsvæðið. 

Barnavagnavika FÍ 9. - 13. maí

9. - 13. maí, mánudagur – föstudags  Gönguferðir í Reykjavík, Öskjuhlíð, í Elliðaárdal, Fossvogi,  út á Gróttu með barnavagna og kerrur. Lagt af stað kl. 12.30 alla daga. Hressileg ganga með léttum æfingum, teygjum og slökun. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjóri Auður Kjartansdóttir.  Fyrsta gangan er mánudaginn 9. maí kl. 12.30 frá Perlunni.