Fréttir

Örgöngur Ferðafélagsins

Önnur gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudaginn 11.maí. Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl:19.   Leið: Gengið um malarstíginn, sem liggur upp Leirdalsklauf, og inn á skógarstíg sem liggur utan í Nónás.  Þá farið inn á Reynivatnstíg sem liggur sunnan vatnsins og síðan inn á stíg er liggur upp á Velli – gamla skotsvæðið. 

Barnavagnavika FÍ 9. - 13. maí

9. - 13. maí, mánudagur – föstudags  Gönguferðir í Reykjavík, Öskjuhlíð, í Elliðaárdal, Fossvogi,  út á Gróttu með barnavagna og kerrur. Lagt af stað kl. 12.30 alla daga. Hressileg ganga með léttum æfingum, teygjum og slökun. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjóri Auður Kjartansdóttir.  Fyrsta gangan er mánudaginn 9. maí kl. 12.30 frá Perlunni.   

Metaðsókn í morgungöngur

Morgungöngum Ferðafélags Íslands þetta vorið lauk á Úlfarsfelli á föstudagsmorgun. Þangað komu 150 manns í austanstrekkingi og kulda en þurru veðri. Þátttaka í morgungöngum 2011 varð því alls 650 manns sem er mesta þátttaka síðan þessu skemmtilega verkefni var komið á laggirnar. Það var Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri sem átti hugmyndina og ýtti verkefninu af stað en síðustu fjögur árin hafa Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir annast umsjón og fararstjórn í morgungöngum.Eins og í fyrra var lesið úr Skólaljóðunum á hverju fjalli og á Úlfarsfellinu bauð FÍ upp á morgunmat. Gunnsteinn Ólafsson kórstjóri stjórnaði svo hópnum í söng á fornum kvæðalögum í morgunsárið.  

Morgungöngur FÍ 2011 -Við fyrsta hanagal

89 manns gengu með Ferðafélagi Íslands á Vífilfellið í morgun, fimmtudag í fjórðu morgungöngu félagsins á árinu.Góð stemning var í hópnum enda úrvalsveður og vegna fjölda áskorana var tvílesið úr Skólaljóðunum. Myndir úr göngum undanfarinna daga eru hér og hér.Hvern dag þessarar viku er gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur og lagt af stað úr Mörkinni 6. kl. 06.00. Hentugt er að safnast saman í Mörkinni 6 og sameinast í bíla eftir því sem kostur en þeir sem vilja geta komið að upphafsstað göngu hvern dag.Með morgungöngum er hægt að sækja sér magnaða orku með snertingu við náttúruna í þeirri sérstöku stemmningu sem vormorgnar bjóða þeim sem fara snemma á fætur. Þátttaka er ókeypis. Þátttakendur leggja til sjálfa sig og gleði sína af göngunni en Ferðafélag Íslands leggur til fararstjóra og býður þátttakendum upp á léttan morgunverð á síðasta fjalli vikunnar og þá er iðulega óvænt skemmtiatriði.Fjöllin sem gengið verður á að þessu sinni eru: Helgafell við Hafnarfjörð, Mosfell, Helgafell við Mosfellsdal, Vífilsfell og Úlfarsfell. Fararstjórar verða: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.Fjall föstudags sem er jafnframt síðasta morgunganga þessa vors er Úlfarsfellið. Í þeirri göngu verður léttur morgunverður í boði Ferðafélagsins og síðan mun Gunnsteinn Ólafsson kórstjóri leiða þátttakendur í sérstæðum og afar þjóðlegum sönggjörningi sem verður nánar skýrður út á vettvangi. Aka skal þjóðveg eitt (Vesturlandsveg) en beygja út af til hægri við eyðibýlið Bauhaus. Síðan beygja straxtil hægri inn á Lambhagaveg og fljótlega af honum til vinstri inn á Gefjunnarbrunn. Ekið er eftir Gefjunnarbrunni í gegnum nokkur lítil hringtorg en þegar komið er að því síðasta skal beygja út úr því inn á Skyggnisbraut og aka eftir ehnni gegnum Urðartorg og þá mun blasa við bílastæði þar sem ganga hefst. Sjá kort hér. Dagskrá vikunnar í heild:Mánudagur 2. maí: Helgafell við HafnarfjörðÞriðjudagur 3. maí: Mosfell í MosfellsdalMIðvikudagur 4. maí: Helgafell í MosfellssveitFimmtudagur 5. maí: VífilsfellFöstudagur 6 maí: Úlfarsfell Leiðsögn að hverju fjalli fyrir sig verður birt hér síðunni daglega meðan morgungöngurnar standa.

Fjallakofinn í samstarfi við Black Diamond, Ferðafélag Íslands og ÍSALP kynnir

Fjallakofinn í samstarfi við Black Diamond, Ferðafélag Íslands og ÍSALP kynnir:   Bill Crouse, sexfaldur Everest-fari og einn þeirra sem hafa klárað Tindana sjö, heldur fyrirlestur um reynslu sína af háfjallaklifri og slíkum ferðum. Haraldur Örn Ólafsson verður einnig með stutt erindi um ferð sína á Everest þar sem Bill var leiðangursstjóri.

Áhugavert námskeið - Vatnajökulsþjóðgarður

    Endurmenntunarskóli Tækniskólans erum að fara af stað með áhugavert námskeið sem heitir Vatnajökulsþjóðgarður. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu náttúruperlur í þjóðgarðinum og helstu ferðaleiðir. Myndun náttúrufyrirbæra verður útskýrð jarðfræðilega á einfaldan hátt og fjallað sérstaklega um þau sem telja máeinstök á heimsvísu. Saga náttúruhamfara og breytinga verður rakin og fjallað um áhrif þeirra á mannlífið í landinu. Vatnajökulsþjóðgarður Tími: laugardaginn 7. maí 2011 frá kl. 10:00 – 14:00 Námskeiðsgjald: 3.500 kr. Staðsetning: Tækniskólinn Háteigsvegi. Kennari er Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur og kennari leiðsögumanna um langt árabil.   

Miðfellstindur 29. apríl - 1. maí -Nokkur laus pláss

Það eru nokkur laus pláss í ferðina á Miðfellstind helgina 29. apríl - 1. maí. Undirbúningsfundur fyrir ferðina er á þriðjudaginn 26. apríl kl 20.00 í sal Ferðafélagsins. Áhugasamir hafi sambandi við skirfstofu eða sendi póst á fi@fi.is Sjá nánar

Páskaeggjaganga Fí og Góu í dag 14.apríl

Páskaeggjaganga Fí og Góu 14.apríl í Esjunni, norski skógurinn:  Lagt af stað frá Esjustofu kl.18.00 og gengið í átt að norska skóginum og til baka að Esjustofu, þetta verður létt ganga og til skemmtunar. Við Esjustofu verða dregin út páskaegg, tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og taka stutta göngu saman,

Páskaeggjaganga fimmtudaginn 14. apríl

Páskaeggjaganga Ferðafélags barnanna og Góu 14.apríl  Páskaeggjaganga Fí og Góu 14.apríl í Esjunni, norski skógurinn:  Lagt af stað frá Esjustofu kl.18.00 og gengið í átt að norska skóginum og til baka að Esjustofu, þetta verður létt ganga og til skemmtunar. Við Esjustofu verða dregin út páskaegg, tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og taka stutta göngu saman, Gleðilega páska.

Auka ferð í Fjörður með Valgarði Egilssyni á vegum Ferðafélags Íslands og Fjörðunga á Grenivík.

Ferðafélag Íslands og Fjörðungar Grenivík hafa bætt á sumardagskrá sína ferð í Fjörður, fjögurra daga gönguferð dagana 12. -15. júlí. Fararstjóri verður Valgarður Egilsson læknir, reyndur fararstjóri. Fjörðungar hafa veg og vanda af ferðinni. Fulltfæði alla daga. Tjöld og svefnpokar í trússi (hestar). Snyrtiaðstaða í skálum. Fjórir göngudagar. 1. út Látraströnd, í Látur. 2. yfir í Keflavík. 3. Yfir í Hvalvatnsfjörð, síðan ekið síðasta spölinn í Gil. 4. Gengin gamla leiðin austur á Flateyjardal um Bjarnarfjallsskriður, síðan ekið inn Flateyjardalsheiði til Grenivíkur. Upplýsingar hjá skrifstofu FÍ, fararstjóra (VE 862-5167, 543-8032) eða hjá Fjörðungum (Jón Stefán Ingólfsson, Grenivík) Sjá nánar á heimasíðu Fí www. fi.is eða Fjörðunga www.fjordungar.com