Fréttir

Tilboð til félagsmanna frá Sjónaukum

Handhægur og vatnsheldur sjónauki með vönduðum sjóntækjum. Sjónaukinn er skarpur og tær en líka léttur (300 gr) sem gerinn hann kjörinn fyrir kröfuhart útivistarfólk. Sjónaukinn stækkar 10x og hefur 26mm ljósop. Hann er niturfylltur sem tryggir að móða sest ekki innan á linsuna. Taska og hálsól fylgir.

Góða ferð

Út er komin bókin Góða ferð - handbók um útivist eftir björgunarsveitarkonurnar Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur.  

Fjall mánaðarins í mars var Strútur

Strútur 937 m.   Stutt frásögn:   3. gangan á Strút.   Allt er þegar þrennt er, á okkar ferðum hér af illviðri og þoku vel við njótum. Því á milli ferða þornar varla á mér og þessu öllu saman nú vér blótum.

Páskaeggja ganga Fí og Góu

Páskaeggja ganga Fí og Góu, verður 14.apríl  kl.18:00 í Esjunni, nánar síðar.

Þórður Tómasson 90 ára

Í vor kemur út hjá bókaútgáfunni Skruddu bók eftir Þórð Tómasson sem gefin er út í tilefni 90 ára afmæli höfundar þann 28. apríl n.k. og 60 ára afmælis Byggðasafnsins í Skógum. Bókin sem nefnist: Svipast um á söguslóðum -þættir um land, menn og mannaminjar í Vestur-Skaftafellssýslu er öll hin veglegasta. Þar fjallar hödundur um mannlíf í Vestur-Skaftafellssýslu í liðnum öldum og kynni sín af lifandi samfélago fólks á þesus svæði á seinni hluta 20. aldar, fólki sem tók safnaranum í Skógum með hljóðlátri hlýju og skilningi. Hér er um að ræða safn laustengdra þátta á sviði íslenskra þjóðfræða sem allir tengjast safnstarfi höfundar um 60 ára skeið. Velunnurum Þórðar og Skógasafns býðst nú að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá fremst í bókinni honum til heiðurs. Þeir sem óska að skrá nafn sitt á heillaóskaskrána fá bókina á góðum afslætti. Sendið tölvupóst á skrudda@skrudda.is eða hringið í 552-8866 fyrir 15 apríl.

Félagar í Ferðafélaginu Norðurslóð gengu í Ásbyrgi

Í gær stóð Ferðafélagið Norðurslóð fyrir göngu í Ásbyrgi. Tuttugu og tveir þátttakendur á ýmsum aldri hittust við Gljúfrastofu og gengu þaðan inn að Botnstjörn í Ásbyrgi. Reyndar spennti hluti hópsins á sig gönguskíðin og gekk sömu leið. Ekki var hægt að biðja um betra veður, logn var og sólskin með köflum og nokkurra stiga hiti. Inni í botni Ásbyrgis var snjórinn meiri en þrátt fyrir það var brölt niður að tjörninni. Fýllinn var mættur í björgin og heilsaði göngufólki. Enginn fálki lét sjá sig að þessu sinni, en nú er hann að fita kerlu sína fyrir varpið og ber í hana rjúpur. Skíðafólkið fór svo skógarstíginn undir bjarginu til baka en hinir gengu sömu leið og þeir komu. Alls voru gengnir 7,3 km.

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar

Aðalfundur Ferðafélags Akureryar var haldinn á skrifstofu FFA á Akureyri.   Hilmar Antonsson formaður flutti skýrslu um starfsemi ársins og auk þess fluttu skálaformenn skýrslu af skálum félagsins og formaður ferðanefndar kynnti ferðaáætlun.  Gestir fundarins voru Ólafur Örn Haraldsson og Páll Guðmundsson frá FÍ.

Staðbundið veður

Dr. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 28. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Myndakvöld um Grænland og Morsárjökul

Töfrar náttúru Grænlands og berghlaup á Morsárjökli Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið í Mörkinni 6 á miðvikudagskveld kl. 20.00 þann 23. mars. Þar fer flest samkvæmt venju með fróðleik, glæsilegum ljósmyndum og kaffiveitingum í hléi.Myndasýningin er í umsjá Jón Viðars Sigurðssonar, jarðfræðings og ritstjóra árbókar Ferðafélagsins. Jón Viðar hefur ferðast vítt og breytt um byggðir og óbyggðir Grænlands s.l. 30 ár við leik og störf. Hann þekkir því vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Jón hefur í tvígang stýrt gönguferðum á Grænlandi á vegum FÍ.  

Vaðnámskeið í Merkuránum aðra helgi í apríl

Ákveðið hefur verið að fara aðra vaðaferð í Merkurvötnin aðra helgina í apríl - 9.-10. apríl.  Þeir sem vilja ná betri tökum á að vaða straumvötn eru hvattir til að slást í þá för.