Fréttir

Árbærinn á morgun kl. 14

19. mars mun Eggert Þór Bernharðsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiða gönguferð um Árbæinn og fjalla um vöxt Reykjavíkur og fyrsta úthverfið austan Elliðaár. Gönguferðin hefst við Árbæjarsafn við Kistuhyl kl. 14:00.

Snæfellsnes 9. apríl

Útivera með léttum gönguferðum og sögulegum fróðleik þar sem kynnst er mannlífi á fyrri tíð, fornum leiðum og minjum ásamt tilkomumikilli náttúru Undir Jökli. Fyrri daginn er áætlað að fara að Búðum og ganga að Frambúðum. Farið verður um Stapasvæðið og gengið yfir að Hellnum og kíkt í Gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs. 

Aðalfundur FÍ

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 17. mars kl. 20 í sal félagsins. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Árbókarhöfundur með fyrirlestur

Laugardaginn 19. mars nk. verður fræðslufundur Nafnfræðifélagsins ístofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl.13.15.Árni Björnsson dr. phil. heldur erindi sem hann nefnir Dularfull örnefni í Dölum.

Esjan að vetri frestað í kvöld 15. mars

Þátttakendur í Esjan að Vetri.  Göngunni í kvöld 15. mars verður frestað vegna veðurs. Ný dagseting auglýst síðar. 

Þórmörk - Landmannalaugar - frásögn frá 1953

Axel Kristjánsson félagsmaður í FÍ hefur sent félaginu frásögn af ferð síðan 1953 þegar gengið var úr Þórsmörk í Landmannalaugar.

Öryggi á jöklum

Að undanförnu hefur verið unnið að kortlagningu á sprungusvæðum á jöklum.  Þessi vinna var sett í gang í því skyni að auka öryggi í ferðalögum um jökla en Ferðafélag Íslands styrkti verkefnið með myndarlegum hætti.

Saga, menning og matur

12. mars munu Laufey Steingrímsdóttir, prófessor, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, leiða gönguferð þar sem saga, menning og matur verða meginefnið.Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu kl. 11:00 og henni lýkur við Sjóminjasafnið við Grandagarð. Gengið verður um gamla grænmetisgarða, stakkstæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma. Samvinna er um gönguferðina við félagið Matur, saga, menning.

Fjall mánaðarins - Eyrarfjall

Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar.Á Eyrarfjallið æddum svoallveg var það gefið.Tindaskráin telur tvovið tókum þetta í nefið.

Afmælisrit Jónínu Hafsteinsdóttur

Jónína Hafsteinsdóttir, starfsmaður á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og áður á Örnefnastofnun Íslands, verður sjötug 29. mars næstkomandi. Árnastofnun hyggst halda upp á tímamótin og þakka Jónínu farsælt starf um langt skeið með því að gefa út afmælisrit til heiðurs henni. Í ritið skrifa samstarfsmenn og félagar Jónínu, fólk sem hefur komið að örnefnamálum víða um land og fólk sem átt hefur í samskiptum við hana gegnum störf hennar.