Fréttir

Húsfyllir á kynningarfundi um Eitt fjall á viku

Rúmlega 300 manns mættu á kynningarfund í Mörkinni 6 á miðvikudagskvöld vegna Eitt fjall á viku sem nú er að fara af stað í annað sinn. Verkefnisstjóri, Páll Ásgeir Ásgeirsson kynnti dagskrá ársins og fyrirkomulag og sýndi myndir úr sama verkefni árið 2010. Fyrsta gangan er á laugardaginn og verður farið á Úlfarsfellið. Hægt er að skoða dagskrána fyrir allt árið á sömu síðu.Þessi mikli áhugi á verkefninu annað árið í röð er Ferðafélagi Íslands mikið gleðiefni og sýnir hve áhugi á fjallgöngum og útivist er útbreiddur meðal Íslendinga.

Borgarganga Hornstrandafara 9. janúar 2011

Borgarganga Hornstrandafara 9. janúar 2011   SVEIT Í BORG, FORNAR MINJAR OG LEIÐIR   Borgarganga Hornstrandafara verður að þessu sinni í Garðabæ. Genginn verður Fógetastígur, forn gata í gegnum Gálgahraun að Garðastekk. Þaðan verður gengin Garðagata yfir í Garðahverfi. Hugað verður að fornminjum, huldufólksbústöðum og sögu skólahalds á Íslandi.

Eitt fjall á viku 2011

Á nýju ári verður verkefnið: Eitt fjall á viku, sett af stað að nýju. Kynningarfundur verður í sal FÍ í Mörkinni 6 þann 5 janúar 2011 og hefst kl.20.00.Eins og nafnið ber með sér felst verkefnið í því að ganga á 52 fjöll á árinu. Gengið verður í hverri viku framan af ári en síðan þéttar. Gefið er sumarfrí í átta vikur en svo tekið til við verkefnið af fullum krafti.Fjöllin sem gengið er á eru allt frá lágum fjöllum við bæjardyr Reykjavíkur yfir í Hvannadalshnúk. Tvisvar sinnum yfir árið er farið í helgarferðir til þess að safna fjöllum og verður farið í Landmannalaugar og Þórsmörk.Þátttakendur læra að takast á við ólík verkefni, þekkja sjálfan sig og sín takmörk og síðast en ekki síst kynnast skemmtilegu fólki og komast í gott form.Nánar verður auglýst í dagblöðum um áramótin. Nýársgjöfin frá þér til þín í ár er þátttaka í þessu stórskemmtilega verkefni.

Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk

Árlega Þrettándaferð bíladeildar FÍ í Langadal í Þórsmörk verður farin 8.- 9. janúar.  Ekið í Langadal í Þórsmörk og gist í Skagfjörðsskála.  Farið í stuttar jeppaferðir, skoðunaferðir, gönguferðir og stjörnuskoðun, kvöldvaka á grill á laugardegi.  Háldið heimleiðis á sunnudag með viðkomu á nokkrum stöðum. Komið til Reykjavíkur um eða efftir mjaltir.  Fararstjóri: Gísli Ólafur Pétursson.

Vaktsími skála yfir jól og áramót

Skrifstofa FÍ er lokuð á milli jóla og áramóta.  Sérsakur vaktsími vegna lykla í skála er 895-3388.

Fjölmenni í blysgöngu FÍ

Fjölmenni var í blysgöngu FÍ og Útivistar í gærkvöldi þegar gengið var með blys um skóginn í Öskjuhlíð.  Jólasveinar komu í heimsókn og tóku lagið við undirspil og skotið var upp flugeldum.

Blysför í Öskjuhlíð 28. desember

Þriðjudaginn 28. desember verður gengið frá Nauthóli um göngustíg í skóginum í Öskjuhlíð. Gangan hefst kl. 18:00.  Mæting við Nauthól.  Jólasveinar mæta í skóginum og taka lagið. Þátttaka ókeypis / allir velkomnir.  Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kyndla en FÍ og Útivist dreifa blysum á meðan birgðir leyfa. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki ca 1 1/2  - 2 klst.  Ekki verður boðið upp á flugeldasýningu við Perluna að þessu sinni.  

Blysför í Öskjuhlíð þriðjudaginn 28. des

Þriðjudaginn 28. desember verður gengið frá Nauthóli um göngustíg í skóginum í Öskjuhlíð. Gangan hefst kl. 18:00.  Mæting við Nauthól.  Jólasveinar mæta í skóginum og taka lagið. Þátttaka ókeypis / allir velkomnir.  Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kyndla en FÍ og Útivist dreifa blysum á meðan birgðir leyfa. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki ca 1 1/2  - 2 klst.  Ekki verður boðið upp á flugeldasýningu við Perluna að þessu sinni.  

Gleðileg jól, farsælt komandi ár

Ferðafélag Íslands sendir öllum félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum, velunnurum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar ánægjulega samfylgd á árinu sem er að líða.

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélagsins verður lokuð frá og með 23. desember 2010 til 3. janúar 2011.Síðasti opnunardagur skrifstofu er því 22. desember. Sérstakur vaktsími í skála er 895-3388