Fréttir

Ævintýrið um Augastein - tilboð til félagsmanna FÍ

Leikhópurinn Á senunni býður félagsmönnum í Ferðafélagi Íslands 25% afslátt af miðaverði á fjölskyldusýninguna Ævintýrið um Augstein sem verður sýnd í Tjarnarbíói nú fyrir jólin.  Þetta er falleg jólasaga sem hefur fært leikhúsgestum gleði og jólastemmningu undanfarin 9 ár.  Nánari upplýsingar um sýninguna má finna neðanmáls.

Næsta myndakvöld FÍ 17. nóvember

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 17. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Þá sýnir Snævar Guðmundsson kort, myndir og kvikmyndir af kortlagningu sprungusvæða á íslenskum jöklum og sýnir stórfróðlegar og einstakar myndir. Látið ekki happ úr hendi sleppa.Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innfalið kaffi og meðlæti, allir velkomnir.

Skemmtigöngur í skammdeginu

Mikil áhugi er á gönguferðum og útiveru um allt land.  Þessi áhugi hefur meðal annars komið fram í starfi hinna fjölmörgu ferðafélaga sem starfa um allt land. Finn má tenginu inn á heimasíður ferðafélaganna hér á heimasíðu FÍ.  Eins hafa orðið til fjölmargir gönguhópar sem standa fyrir gönguferðum og er einn þeirra gönguhópurinn Gunna fótalausa sem meðal annars stendur fyrir skemmtigöngum í skammdeginu.

Jákvæður jólapakki FÍ

Ferðafélag Íslands hefur boðið fjölmörgum fyrirtækjum upp á jákvæðan jólapakka, þe að gefa starfsmönnum sínum félagsaðild að Ferðafélagi Íslands og fá starfsmenn þá félagsskírteini, árbók og aðgang að öllu starfi félagsins og um leið ekki síst hvatningu til að hreyfa sig, fara út að ganga og halda til fjalla.  Félagsmönnum FÍ er einnig bent á þennan möguleika að skemmtilegri jólagjöf en verðið er hið sama að árgjaldið eða kr. 5.800.   Þá minnir skrifstofa einnig á fjölda rita, korta og bóka sem fást á skrifstofu félagsins og nú er hægt að kaupa árbókina 2010 á kr. 7.900 eða á kr. 5.800 með því að ganga í félagið.

Ný vefsíða Ferðafélagsins

Búið er að opna nýja vefsíðu félagsins. Síðan er töluvert breytt frá fyrri síðu og áherslur nokkuð breyttar. Enn er verið að vinna í efnisinnsetningu og biðjum við ykkur um að sýna því skilning. Markmiðið er að síðan verði betri og gagnist félagsmönnum betur en eldri síða.

Ferðafélagið Norðurslóð

Ferðafélagið Norðurslóð var stofnað 21. apríl 2009. Félagið er sjálfstæð deild í Ferðafélagi Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar FÍ. Félagssvæðið er frá Jökulsá á Fjöllum að Bakkafirði. Félagið vill stuðla að ferðalögum um starfssvæði sitt og greiða fyrir þeim.  Félagið stóð fyrir ferðum um starfssvæði sitt í sumar með góðum árangri.  Þátttakendur í ferðum voru allt frá tveimur upp í 80 talsins.

Lokað eftir hádegi í dag

Skrifstofa Ferðafélagsins er lokuð eftir hádegi í dag vegna kvennafrídagsins

Árbækur næstu ára

Árbókarhöfundum næstu árbóka FÍ miðar vel í sínum ritstörfum.  Árni Björnsson þjóðháttafræðngur höfundur árbókar um Dalina sem kemur út á næsta ári hefur skilað inn öllum texta til ritnefndar. Páll Sigurðsson l agaprófessor, höfundur árbókar 2012 um Skagafjörð austan vatna og höfundur árbókar 2014 um Skagafjörð vestan vatna hefur lokið frumskrifum til yfirlestrar og Hjörlefi Guttormssyni náttúrufræðingi, höfundi árbókar 2013 um Melrakkasléttu miðar vel áfram.  Formaður ritnefndar FÍ er Jón Viðar Sigurðsson en auk hans sitja í nefndinni Guðrún Kvaran, Árni Björnsson og Eiríkur Þormóðsson.

Árbók og félagsskírteini

Þeir félagsmenn sem hafa greitt árgjaldið 2010 og hafa ekki fengið bók og skírteini þá liggur það hjá okkur á skrifstofunni, Mörkinni 6, til afhendingar. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 12-17 s. 568-2533

Ferðanefnd að störfum

Ferðanefnd FÍ er nú að störfum við að skipuleggja og undirbúa Ferðaáætlun næsta árs.  Nefndin kom til starfa í september og fundar relgulega.  Stefnt að Ferðaáætlunin verði tilbúin frá nefndinni í lok nóvember og komi út að venju í janúar.  Formaður ferðanefndar FÍ er Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ