Gekk á rúmlega 100 fjöll
19.10.2010
Sturlaugur Eyjólfsson, félagsmaður í FÍ, gerði sér lítið fyrir og gekk á 102 fjöll á fyrstu átta mánuðum ársins. Sturlaugur skráði fjallgöngur sínar í Fjallabók FÍ og byrjaði að safna fjöllum í upphafi árs og átta mánuðum síðar voru fjöllin orðin 102. Fjölmargir þátttakendur hafa tekið þátt í Fjallabók FÍ þar sem fjölum er safnað og skráð í Fjallabók FÍ. Í lok árs fá allir sem hafa skilað inn fjallabók FÍ viðurkenningu frá FÍ en í ljósi árangurs síns fær Sturlaugur sérstaka viðurkenningu frá Cintamani. Þess má geta að Sturlaugur er nýorðinn sjötugur og má segja að hann sanni að allt sé sjötugum fært.