Fréttir

Gekk á rúmlega 100 fjöll

Sturlaugur Eyjólfsson, félagsmaður í FÍ, gerði sér lítið fyrir og gekk á 102 fjöll á fyrstu átta mánuðum ársins.  Sturlaugur skráði fjallgöngur sínar í Fjallabók FÍ og byrjaði að safna fjöllum í upphafi árs og átta mánuðum síðar voru fjöllin orðin 102. Fjölmargir þátttakendur hafa tekið þátt í Fjallabók FÍ þar sem fjölum er safnað og skráð í Fjallabók FÍ.  Í lok árs fá allir sem hafa skilað inn fjallabók FÍ viðurkenningu frá FÍ en í ljósi árangurs síns fær Sturlaugur sérstaka viðurkenningu frá Cintamani.  Þess má geta að Sturlaugur er nýorðinn sjötugur og má segja að hann sanni að allt sé sjötugum fært.

Skálar FÍ læstir fyrir veturinn

Skálar FÍ hafa nú verið læstir og gengið frá fyrir veturinn nema enn er skálavörður í Landmannalaugum.  Ferðamenn þurfa að bóka skála á skrifstofu FÍ og nálgast lykla að skálum.  Ferðamenn eru hvattir til að sýna góða umgengni í skálum og skilja við skálann í góðu og snyrtilegu standi.  Mikilvægt er að muna eftir að loka vel hurðum og gluggum við brottför.  Góð umgengni í skálum er hagsmunamál allra ferðamanna.

Hulda og Steinar

Nú hefur dömnefnd skilað niðurstöðu í nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna og fundið nöfn á ferðafélagsbörnin tvö sem eru einkenni Ferðafélags barnanna. Fjöldi tillagna bárust í nafnasamkeppnina.  Niðurstaða er að stelpan skuli heita Hulda og strákurinn Steinar.  Sigurvegarinn í nafnasamkeppninni var Fanney Helga Óskarsdóttir og fær hún í vinning fjölskylduferð með Ferðafélagi barnanna í Þórsmörk næsta sumar.

Hverjir voru hvar?

Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands var haldið í vikunni og voru sýndar myndir úr ferðum sumarsins. Hjalti Björnsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson sýndu myndir og héldu erindi. Húsfyllir var að vanda og margt skrafað í kaffihléinu. Ljósmyndari félagsins var á vappi í hléinu og náði nokkrum myndum af gestum og gangandi.

Rauðar neglur bera ávöxt

Starf Ferðafélags Íslands teygir anga sína í ýmsar áttir. Hið öfluga átak sem felst í því að ganga á 52 fjöll á ári hefur blómgast og eflst í sumar og gefið þátttakendum og aðstandendum byr undir vængi í margvíslegum skilningi. Á heimasíðu Landsbjargar má lesa litla sögu um skemmtilegt framtak sem spratt af hugmynd Þórðar Marelssonar fararstjóra. Lesið allt um málið hérna.

Sumar á fjöllum - myndakvöld

Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands á þessum vetri verður haldið í sal félagsins í Mörkinni 6 miðvikudaginn 13. október og hefst kl. 20.00. Myndakvöldið ber yfirskriftina: Sumar á fjöllum og verða sýndar myndir úr ferðum Ferðafélags Íslands á liðnu sumri. Dagskráin verður sem hér segir: Litast um í Lónsöræfum --Hjalti Björnsson sýnir myndir úr gönguferðum um Lónsöræfi. Votlendi og víðerni - Þóra Ellen Þórhallsdóttir sýnir myndir úr Þjórsárverum. Kaffihlé Frá Hattveri til Hornstranda - Páll Ásgeir Ásgeirsson sýnir myndir af Fjallabaki, úr Djúpárdal, Hornströndum og víðar. Kaffi og meðlæti er innifalið í aðgangseyri að vanda.  Aðgangseyrir kr. 1000.

Lokað vegna jarðarfarar

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð mánudaginn 11. okt  frá kl 12 - 14  vegna jarðarfarar Jóhannesar I. Jónssonar.  Jóhannes var kjörfélagi í FÍ og um tíma einn af dyggustu fararstjórum félagsins og sjálfboðaliði.

Hulda og Steinar

Nú hefur dömnefnd skilað niðurstöðu í nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna og fundið nöfn á ferðafélagsbörnin tvö sem eru einkenni Ferðafélags barnanna. Fjöldi tillagna bárust í nafnasamkeppnina.  Niðurstaða er að stelpan skuli heita Hulda og strákurinn Steinar.  Sigurvegarinn í nafnasamkeppninni var Fanney Helga Óskarsdóttir og fær hún í vinning fjölskylduferð með Ferðafélagi barnanna í Þórsmörk næsta sumar.

Haustfrí - blysför um áramótin

Ferðafélag barnanna stóð fyrir fjölda ferða í sumar. Má þar nefna fjöruferð, álfaferð á Vífílsfell, fuglaskoðunarferð,  Esjuferðir fyrir leikskólabörn, þátttöku á Esjudeginum, Fjölskylduhátíð í Heiðmörk, sem og fjölskylduferðir í Þórsmörk.  Þá bauð félagið einnig upp á lengri ferðir, bæði um Laugaveginn og á Hornstrandir.  Nú þegar skólastarf er byrjað á fullum krafti, margvíslegt félags- og íþróttastarf þá fer Ferðafélag barnanna í örlítið haustfrí en næsta ferð er blysför á milli jóla- og nýárs.

Hulda og Steinar

Nú hefur dömnefnd skilað niðurstöðu í nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna og fundið nöfn á ferðafélagsbörnin tvö sem eru einkenni Ferðafélags barnanna. Fjöldi tillagna bárust í nafnasamkeppnina.  Niðurstaða er að stelpan skuli heita Hulda og strákurinn Steinar.  Sigurvegarinn í nafnasamkeppninni var Fanney Helga Óskarsdóttir og fær hún í vinning fjölskylduferð með Ferðafélagi barnanna í Þórsmörk næsta sumar.