Fréttir

Útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum um næstu helgi

Ferðafélag barnanna og Þingvallaþjóðgarður standa fyrir útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum helgina 23-25.júlí. Dagskrá stendur yfir frá kl. 18 á föstudegi til kl. 15 á laugardegi. Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímusa og farið verður yfir öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst verða leikir, glens og gaman og stuttar gönguferðir í boði. Fararstjórar og umsjónarmenn eru Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti FÍ og Guðrún Selma Steinarsdóttir.

Útileguhelgi Ferðafélags barnanna í Þingvallaþjóðgarði

Ferðafélag barnanna hefur sett upp útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum helgina 23-25.júlí. Mæting er á föstudeginum kl 18.00.  Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímusa og farið verður yfir öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst verða leikir, glens og gaman og stuttar gönguferðir í boði.

Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð 22 – 25. júlí 2010

Það eru laus pláss í ferðina Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð sem farin er dagana 22 - 25. júlí 2010    22-7 fimmtudag komið í Bjarnargil á eiginvegum. 23-07 Blákápugarður skoðaður og rætt um söguna. Gengið upp á Barðshyrnu og fram (Skipið) Brekkufjall. Gengið að þeim stað sem fararstjóri upplifði mikið náttúruundur fyrir 5 árum og sagt frá. Gengið niður Skeiðsdal að Skeiðsfossvirkjun, hún skoðuð. Göngutími ca 6-7 tímar.

Áheitaganga Ferðafélags Mýrdælinga

18. júlí nk. Stendur Ferðafélag Mýrdælinga fyrir áheitagöngu til fjáröflunar vegna endurbyggingar Deildarárskóla sem stendur undir Barði í Höfðabrekkuafrétti.

Göngur um Langanesbyggð og nágrenni

Ferðafélagið Norðurslóð var stofnað á Langanesi í vor og stendur nú fyrir ferðum í samstarfi við góða aðila.  

Aðalvík - Hesteyri - Grunnavík - aukaferð í ágúst

Göngur í Langanesbyggð og nágrenni Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu á Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi föstudaginn 16. júlí nk. Safnast verður saman við veginn á fjallið austarlega á Brekknaheiði kl. 16:00. Tveimur tímum seinna eða kl. 18:00 mun fróður maður segja fólki frá því sem fyrir augu ber uppi á fjallinu. Gunnólfsvíkurfjall er einkar tignarlegt þar sem það rís beint úr sjó upp í 719 m hæð og þaðan er ægifagurt útsýni. Í góðu skyggni sést þaðan allt suður til Herðubreiðar og Dyngjufjalla. Á fjallinu er ratsjárstöð. Nánari upplýsingar hjá umsjónarmönnum göngunnar, Ástu Laufeyju Þórarinsdóttur 860-7738 og Hrafngerði Elíasdóttur 893-3608. Sunnudaginn 18. júlí verður gengið með leiðsögn um söguslóðir Höllu og heiðarbýlisins á Melrakkasléttu. Gengið verður að Hrauntanga og komið við í Kvíaborgum. Mæting við sæluhúsið á Öxarfjarðarheiði kl. 9:00. Gangan er hluti af dagskrá sem tileinkuð er ævi og verkum Jóns Trausta. Menningarsamkoman Inn milli fjallanna verður haldin í Svalbarðsskóla í Þistilfirði kl. 14:00, með söng, þjóðdansi og kaffiveitingum. Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn frá Tjörn flytja þjóðlög, vísur og þekkt sönglög. Nánar á www.ytra-aland.is Göngurnar eru liður í fjölskylduhátíðinni Kátum dögum í Langanesbyggð og nágrenni. Ýmsir viðburðir og skemmtun verða á svæðinu frá 13. - 18. júlí. www.langanesbyggd.is Í býður nú upp á aukaferð í ágúst í Aðalvík, Hesteyri og Grunnavík, Saga, byggð og búseta II með Guðmundi Hallvarðssyni sem fararstjóra.

Ferðir um Laugaveginn

Á morgun miðvikudag leggur af stað fríður hópur í Laugavegsgöngu með FÍ og er það þriðji hópur sumarsins og nú eru fram undan vikulegar ferðir og má segja að sumarumferðin sé hafin af fullum þunga.  Að sögn skálavarða á Laugaveginum hefur umferð verið að aukast jafnt og þétt en skálar FÍ opnuðu óvenjusnemma í sumar.   Aðstæður á Laugaveginum eru góðar og útlt fyrir að umferð um Laugaveginn nú yfir hásumarið og fram á haust verði með besta móti.  Fjölmargir skálar eru fullbókaðir fram í ágúst.

40 manns í Fjörður og Bjarnafellsskriður

Tæplega 40 manns luku í gær 4 daga gönguferð um Fjörður og í Flateyjardal með Ferðafélaginu og Valgarði Egilssyni sem fararstjóra. Í gær var gengið úr Hvalvatnsfirði, í Bjarnafellsskriður og yfir í Flateyjardal.  Veðrið lék við þátttakendur alla ferðina og Valgarður Egilsson miðlaði af sinni einsöku þekkingu af svæðinu.  Ferðin var farin í samstarfi við Fjörðunga sem veittu alla þjónustu af stakri lipurð.

Laus pláss í ferð um Laugaveginn 21.júlí

Það eru laus pláss í ferð um Laugaveginn þann 21.júlí. Til að fá frekari upplýsingar um skráningu hafði samband við skrifstofu í síma 568-2533 eða með tölvupósti á fi@fi.is Sjá nánar um ferðina

Samstarfssamningur FÍ og Valitors

Í dag rituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Kristján Harðarson og Jónína Ingvadóttir hjá Valitor undir samstarfssamning milli FÍ og Valitors.   Valitor hefur nú sl. ár verið aðalsamstarfsaðili FÍ veitt góðan stuðning til ýmissa verkefna Ferðafélgsins.  Má þar nefna sem dæmi skiltagerð á vinsælustu gönguleiðum FÍ, stuðning við verkefni fyrir eldri borgara og víðtækt samstarf um Esjudaginn og uppbyggingu í Esjunni.  Á Esjudaginn sl. í júní var nýtt skilti FÍ og Valitors sem sýnir gönguleiðir í Ejsunni tekið í notkun.