Fréttir

Með barnið á bakinu á Esjuna

Á morgun, miðvikudaginn 23.júní kl 15 verður farið á Esjuna með barnið á bakinu. Fararstjóri verður Auður Kjartansdóttir. Áður en haldið verður af stað í gönguna verður örlítil umræða um notkun burðarpokans og svo verður gengið um hlíðar Esjunnar.

Fjölmenni í Jónsmessugöngu á Esjuna

Andinn var góður hjá gönguhópnum á vegum Ferðafélags Íslands sem gekk Esjuna í kvöld til að verða vitni að sumarsólstöðunum. Hátt í 80 manns gengu fjallið en ekki fóru allir á tindinn, að sögn Þórðar Marelssonar fararstjóra.  Aðspurður hvort þetta sé árviss viðburður segir Þórður svo ekki vera. Undanfarin ár hafi verið gengið á Heklu eða Snæfellsjökul á vegum Ferðafélags Íslands þennan dag ársins.  Hópurinn sem gekk Esjuna að þessu sinni var á vegum TM en fyrirtækið bauð viðskiptavinum sínum í gönguna.

Nokkur laus pláss í ferðina: S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar

Það eru nokkur laus pláss í ferðina S-5 Á skálavakt frá Aðalvík til Hrafnfjarðar sem farin er 30. júní til 7. júlí. Til að fá meiri upplýsingar um ferðina vinsamlega hafið samband við skrifstofu í síma 568-2533 eða sendið tölvupóst á fi@fi.is

Almannaréttur og útivist

Hver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland? Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu. Heimilt er að fara um óræktuð eignarlönd án sérstaks leyfis. Rétthöfum lands er heimilt að takmarka með merkingum ferðir manna um eignarlönd. Lönd í eigu ríkisins, svo sem náttúruverndar- og skógræktarsvæði, eru öllum opin með fáum undantekningum. Hægt er að takmarka umferð tímabundið, svo sem yfir varptíma eða vegna gróðurverndar.

Gönguferð á Esjuna með TM á sumarsólstöðum

Á lengsta degi ársins býður TM viðskiptavinum sínum upp á Jónsmessugöngu á Esjuna með fararstjórum frá Ferðafélagi Íslands.  Göngumenn mæta við Esjustofu í kvöld kl. 20 og verður byrjað léttri upphitum áður en lagt er f stað í gönguna.

Gönguferð TM um sumarsólstöður


Ferðafélag barnanna - nýstofnað félag innan FÍ

Ferðafélag Íslands hefur stofnað Ferðafélag barnanna sem hefur það að markmiði að hvetja börn og foreldra til útiveru og náttúruupplifunar.  Ný heimasíðu Ferðafélags barnanna er www.ferdafelagbarnanna.is

Hátíð í Heiðmörk - gönguferð um landnemareit FÍ

Skógræktarfélag Reykjavíkur fagnar 60 ára afmæli Heiðmerkur um þessar mundir. Að því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á vegum félagsins í Heiðmörk. Hátíðin stendur yfir og eru allir atburðir þar ókeypis og hefjast þeir kl. 20:00 á hverju kvöldi í heila viku.   Sem dæmi má nefna fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni, tálgunarnámskeið fyrir börn og fullorðna með Ólafi Oddssyni, veiðinámskeið og grillaður fiskur með Jóni Kristjánssyni, gönguferð um landnemareit Ferðafélags Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur sem endar á hjá Norðmönnum í  þeirra ,,hyttu“  á Torgeirsstöðum.  Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. //

Jónsmessugöngu FÍ aflýst

Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfellsjökul í kvöld hefur verið aflýst.  Örlygur Steinn Sigurjónsson jöklafararstjóri FÍ og göngustjóri í ferðinni er nýkominn af Snæfellsjökli. ,,Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning og skyggni aðeins um 10 metrar og þar sem sprungur eru stórar og opnar eftir snjólítinn vetur getum við ekki gert annað en aflýst ferðinni,"  Þátttakendur í ferðinni fá endurgreitt þátttökugjald eftir helgi. 

Jónsmessugöngu FÍ aflýst

Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfellsjökul í kvöld hefur verið aflýst.  Örlygur Steinn Sigurjónsson jöklafararstjóri FÍ og göngustjóri í ferðinni er nýkominn af Snæfellsjökli. ,,Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning og skyggni aðeins um 10 metrar og þar sem sprungur eru stórar og opnar eftir snjólítinn vetur getum við ekki gert annað en aflýst ferðinni,"  Þátttakendur í ferðinni fá endurgreitt þátttökugjald eftir helgi.