Fréttir

Trölladyngja - Sogin - Hverinn 4. júlí

Nú er komið að þriðju ferð Landverndar og Ferðafélags Íslands um jarðhitasvæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Að þessu sinni verður gengið á Trölladyngju suður af Straumsvík, um Sog og að Hvernum eina. Leiðsögumaður í ferðinni er Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Áður en lagt verður í ferðina flytur Sigmundur stutt erindi um svæðið sem gengið verður um í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6. Dagskráin hefst kl. 10 og verður lagt af stað í ferðina kl. 10.30 og komið tilbaka um kl. 16-17.00.

Árbók FÍ 2010 komin út - Friðland að Fjallabaki

  Árbók Ferðafélags Íslands 2010 er nú komin út og fjallar að þessu sinni um FriðlandFjallabaki en þar eru Landmannalaugar og nágrenni í öndvegi. Höfundur bókarinnar er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.    Friðland að Fjallabaki er eitt fegursta svæði Íslands og náttúrufar þar einstakt á heimsvísu. Bók, sem fjallar um slíkt svæði, nær aldrei að fanga viðfangsefnið til fulls en reynt hefur verið að birta lesandanum sem flest af áhugaverðum einkennum friðlandsins.

Fuglaskoðunarferð 3.júlí

Næstkomandi laugardag, þann 3.júlí býður Ferðafélag barnanna upp á fuglaskoðunarferð á Gróttu. Ferðin hefst kl 11:00. Hvetjum alla til að skella sér út að skoða fuglana, telja, teikna og semja ljóð um þá. Jakob Sigurðsson, fuglaskoðari og fuglaljósmyndari mætir og fræðir börnin og aðra sem mæta um fuglana í kring.

Laus pláss á "Óeiginlega Laugaveginum"

Þrjú pláss eru laus í ferðina Óeiginlegur Laugavegur. Þetta er sérstök og umtöluð ferð sem farin var í fyrsta sinn í fyrra. Gengið er um fáfarnar slóðir austan og vestan hins hefðbundna Laugavegar en gist í skálum og farangur fluttur. Fararstjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Barnavagnagöngur á mánudögum

Ferðafélag barnanna býður upp á barnavagnagöngur alla mánudaga í sumar kl 12.30. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir! Göngurnar taka um það bil 90 mínútur. Hressandi að byrja nýja viku á góðum göngutúr!

Árbók FÍ 2010 - Friðland að Fjallabaki

                               Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um Friðland að Fjallabaki en þar eru Landmannalaugar og nágrenni í öndvegi. Höfundur bókarinnar er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.     

Nokkur sæti laus!!!S-10 „Þar ríkir fegurðin ein ..." - síðari hluti

Það voru að losna nokkur sæti í ferðina S-10 „Þar ríkir fegurðin ein ..." - síðari hluti Jökulfirðir, Höfðaströnd, Grunnavík og Snæfjallaheiði  Sem farin er dagana  7.-11. júlí

Fjögurra vita ganga frá Stafnesi að Garðskaga

Sveitarfélagið Garður býður upp á áhugaverða Jónsmessugöngu 24. júní þar sem komið verður við í fjórum vitum á leið frá Stafnesi að Garðskaga. 

Með barnið á bakinu á Esjuna

Á morgun, miðvikudaginn 23.júní kl 15 verður farið á Esjuna með barnið á bakinu. Fararstjóri verður Auður Kjartansdóttir. Áður en haldið verður af stað í gönguna verður örlítil umræða um notkun burðarpokans og svo verður gengið um hlíðar Esjunnar.

Fjölmenni í Jónsmessugöngu á Esjuna

Andinn var góður hjá gönguhópnum á vegum Ferðafélags Íslands sem gekk Esjuna í kvöld til að verða vitni að sumarsólstöðunum. Hátt í 80 manns gengu fjallið en ekki fóru allir á tindinn, að sögn Þórðar Marelssonar fararstjóra.  Aðspurður hvort þetta sé árviss viðburður segir Þórður svo ekki vera. Undanfarin ár hafi verið gengið á Heklu eða Snæfellsjökul á vegum Ferðafélags Íslands þennan dag ársins.  Hópurinn sem gekk Esjuna að þessu sinni var á vegum TM en fyrirtækið bauð viðskiptavinum sínum í gönguna.