Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul 18.júní
14.06.2010
Brottför frá Mörkinni 6 kl. 17 og ekið vestur að jökli. Stutt stopp og fræðsla að Hellnum um þjóðgarð og jökul. Lagt af stað í gönguna kl. 21 og er gengið úr Eysteinsdal að norðanverðu og þar upp sérlega fallega og fáfarna gönguleið. Þátttakendur baða sig í miðnætursólinni á tindi Snæfellsjökuls um miðnættið. Nokkrir listamenn verða með nokkurs konar gjörninga í leiðangrinum og gefst þátttakendum kostur á leggja sitt af mörkum.
Ferðin er farin í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og fylgja landverðir hópnum. Ferðafélag Íslands og Þjóðgarðurinn beita sér fyrir því að umferð vélknúinna ökutækja verði ekki á jökli þennan dag.
Verð: 5000 / 7000 í einkabíl - 7000 / 9000 með rútu.
Skráning og greiðsla fyrir 1. júní