Fréttir

Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul 18.júní

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 17 og ekið vestur að jökli. Stutt stopp og fræðsla að Hellnum um þjóðgarð og jökul. Lagt af stað í gönguna kl. 21 og er gengið úr Eysteinsdal að norðanverðu og þar upp sérlega fallega og fáfarna gönguleið. Þátttakendur baða sig í miðnætursólinni á tindi Snæfellsjökuls um miðnættið. Nokkrir listamenn verða með nokkurs konar gjörninga í leiðangrinum og gefst þátttakendum kostur á leggja sitt af mörkum. Ferðin er farin í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og fylgja landverðir hópnum. Ferðafélag Íslands og Þjóðgarðurinn beita sér fyrir því að umferð vélknúinna ökutækja verði ekki á jökli þennan dag. Verð: 5000 / 7000 í einkabíl - 7000 / 9000 með rútu. Skráning og greiðsla fyrir 1. júní

Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA !

Næstkomandi laugardag, 12.júní verður  árlegur Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn í Esjuhlíðum. Dagskráin hefst kl 13:00 þegar nýtt og glæsilegt Esjuskilti verður afhjúpað,  þar sem fjölmargar  gönguleiðir vísa veginn upp fjallið. Boðið verður upp á gönguleiðir sem mörgum eru ókunnar. Efnt verður til hópgöngu undir leiðsögn reyndra fararstjóra  meðal annars verður unnt  að velja á milli fjögurra  miserfiðra leiða upp eftir Esjunnarhlíðum, efnt verður til skógargöngu um skógræktarsvæði Mógilsár og farið verður í ratleik. 

FÍ og Landvernd á Ölkelduháls

Nú er komið að annarri ferð Landverndar og Ferðafélagsins um jarðhitasvæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Að þessu sinni verður litast um á Hellisheiði og Ölkelduhálsi áður en gengið verður niður í Reykjadal en um hann rennur ein af glæsilegri varmám landsins, Reykjadalsá. Þar gefst göngufólki kostur á að hvíla lúin bein og baða sig í ylvolgri ánni. Þaðan verður gengið áfram niður dalinn og upp Hverakjálka til baka. Jarðskjálftasprungur skoðaðar á Bitru. >>Sjá nánar

Safetravel hleypt af stokkunum í Krýsuvík

Í hádeginu í dag skrifuðu 17 aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning í Krýsuvík um öryggismál ferðamanna. Fjöldi ferðamanna sem ferðast um landið hefur verið að aukast með hverju árinu. Tölur frá Ferðamálastofu sýna að 90% íslendinga ferðuðust innanlands síðasta sumar og um 500.000 erlendir ferðamenn heimsóttu landið. Bjartsýnustu spár segja að árið 2018 geti fjöldi erlendra ferðamanna verið kominn í eina milljón. Áætlað er að tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi hafi verið 155 milljarðar árið 2009 sem er um 21% raunaukning frá árinu á undan og er ferðaþjónustan nú orðin ein af stærstu gjaldeyrisskapandi greinum þjóðarinnar með um 18% hlutdeild.

Nokkur sæti laus! Jónsmessa og Jóga á Hornströndum - Hlöðuvík

Það voru að losna nokkur sæti í ferðina S-2 Jónsmessa og Jóga á Hornströndum - Hlöðuvík Sem farin er dagana 23.-28. júní.

Esjudagur FÍ og VISA 12. júní

Laugardaginn 12, júní n.k frá kl 13 - 16  verður hinn árlegi Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn.  Boðið upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ.  Fjallamenn mæta, ratleikur, skógarganga o.fl. Sjáumst á laugardag. Við bendum ykkur á að það gengur strætó frá Háholti Mosfellsbæ leið 57 yfir daginn. Nánari upplýsingar á www.straeto.is Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. 

Esjudagur FÍ og VISA

Laugardaginn 12, júní n.k frá kl 13 - 16  verður hinn árlegi Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn.  Boðið upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ.  Fjallamenn mæta, ratleikur, skógarganga o.fl. Sjáumst á laugardag. Við bendum ykkur á að það gengur strætó frá Háholti Mosfellsbæ leið 57 yfir daginn. Nánari upplýsingar á www.straeto.is Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. 

Skýrsla úr Þórsmörk

Um helgina efndi Ferðafélag Íslands til hópferðar í Þórsmörk. Stór hópur fólks sem er þátttakendur í verkefninu Eitt fjall á viku hélt á vit óvissunnar inn í Mörkina til að safna fjallatoppum og skyldi ná fimm tindum yfir helgina. Þegar komið var inn undir Gígjökul og hvergi sá á dökkan díl heldur kolgrátt öskumistur blasti við á allar hendur má segja að menn hafi upplifað visst áfall.

Á ystu nöf-námskeið við yfirdrifinni lofthræðslu

 Líður þér mjög illa þegar þú ert hátt uppi eins og á svölum eða brúm, í lyftum eða stigum eða forðastu háar hæðir eins og þú frekast getur? Hefur lofthræðsla hamlandi áhrif á daglegt líf þitt? Hefur þig dreymt um að fara í fjallgöngur en ekki haft þig í það vegna lofthræðslu? Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir tveggja vikna námskeiði við yfirdrifinni lofthræðslu í samstarfi við Ferðafélag Íslands.  Markmið námskeiðsins er að draga úr lofthræðslu svo að fólk eigi hægar um vik að fara ferða sinna, hvort sem er í daglegu amstri eða þegar farið er á vit ævintýra. Um er að ræða úrræði sem er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og skiptist námskeiðið í fræðslu, æfingar, vettvangsferðir og heimaverkefni auk þess sem farið verður í fjallgöngu  undir lok námskeiðs.  Stjórnendur námskeiðsins eru Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sálfræðingur, Helena Jónsdóttir cand.psych. og Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 15. júní 2010 og stendur yfir í 2 vikur en hópurinn mun hittast 2 sinnum  í viku í 2 klukkustundir í senn (þriðjudaga og föstudaga kl. 8-10).  Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is en skráningu lýkur 12. júní n.k.

Spennandi örganga miðvikudaginn 2. júní

Fimmta örgangan  um nágrenni Grafarholts - og sú síðasta á þessu sumri  -  verður miðvikudag  2. júní.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl. 19:00.   Leið:  Gengið um stíg sem liggur vestur að Grafarvogi  og norðan hans.  Áð verður hjá Grásteini og litið á bústað álfa.   Á leiðinni verður í stuttu máli rifjuð upp saga þeirra jarða, sem leið liggur um - Grafar, Keldna, Gufuness,  Árbæjar.    Gengið til baka um síldarmannabrekku sunnanmegin vogarins.  Austanmegin lítum við til rústa sumarbústaðar, sem eitt sinn var þar og þiggjum smáhressingu í boði Ferðafélagsins.   Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru  2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar: Guðlaug Sveinbjarnardóttir Höskuldur Jónsson