Unglingar á ferð og flugi
01.06.2010
Í þessari ferð verður sameiginlegur matur bæði morgunmatur og heitur kvöldmatur, sem verður sérstaklega á vegum hópsins, en ekki innifalið í fargjaldi ferðarinnar.
Það hefur komist hefð á þennann hátt í Hornstrandaferðum FÍ í yfir áratug og skapað mikla ánægju meðal Hornstrandafara FÍ. Þessi sameiginlegi matur stendur saman af morgunmat, sem inniheldur hafragraut og súrmjólk, brauð, álegg og ávexti og af þessu morgunverðarborði útbúa síðan ferðalangar göngunesti dagsins. Kaffi, te og heitur súkkilaðidrykkur er bæði kvölds og morgna.
Í lok hvers göngudags er síðan á boðstólum heitur kvöldverður. Snarl af ýmsu tagi s.s. kex, súkkulaði, rúsínur, harðfiskur, súkkulaðidrykkir, Nes-kaffi, orkudrykkir eða ýmiskonar safar, sér hver um fyrir sig eftir þörfum og smekk. Ferðalangar hjálpast að við undirbúning og frágang máltíða