Fréttir

Örganga 26. maí

Fjórða örgangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 26. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl. 19:00.  Leið:  Gengið um stíginn sem liggur að Reynisvatni og norðan þess.  Þá  farið undir Reynisvatnsveginn og inn á stíg ofan nýja hverfisins sem kennt er við Haukadalsmenn . Stígurinn liggur austan í Reynisvatnsásnum og upp á hann - þaðan niður Klofabrekkur að Reynisvatni og gengið til baka um norðurbakkann..  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðir eru 1 1/2 - 2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk

Hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk var farin laugardaginn 22. maí og tóku 80 manns þátt að þessu sinni, að fararstjórum meðtöldum. Ferðin hófst samkvæmt venju í Sandfelli og var lagt af stað á miðnætti aðfaranótt laugardags. Gjarnan er lagt af stað á Hnúkinn milli klukkan 3 og 5 að morgni, en að þessu sinni þótti skynsamlegra að fara fyrr af stað til að forðast snjóbráð á jöklinum, en gert var ráð fyrir töluverðum hita þennan dag.

HVANNADALSHNÚKUR

Ákveðið hefur verið að leggja af stað í FÍ gönguna á Hvannadalshnúk á miðnætti í nótt (aðfararnótt laugardags). Þátttakendur mæta samkvæmt því í Sandfell um kl. 23:45. Haraldur Örn

Attention

Information for those who plan to hike the hiking routes Laugavegur, Fimmvörðuháls and/or stay in Thorsmork this summer. The Icelandic Touring Association ( FÍ ) , Útivist Travel Association and Hostelling International Iceland, in co-operation with the public authorities, are preparing the re-opening of the route to Thorsmork. A few weeks ago, the track to Thorsmork was badly damaged by floods, due to the eruption in Eyjafjallajökull. The tracks in the area are now being repaired and will be re-opened within a few weeks. Given stable conditions in the area, Laugavegur trail will be open this summer, despite the eruption. Fimmvörðuháls-trail will also re-open this summer. Work is in progress to mark a new route over the fresh lava where it crosses the hiking trail. Travellers are encouraged to be well equipped for hiking in the area. Sturdy hiking boots, warm and weatherproof clothes are needed, along with a picknic lunch and a First-Aid kit. Due to the eruption, it is important for all travellers to obtain up-to-date information about any changes in the area and a current weather forecast - Hut wardens will provide you with information.

Örganga á miðvikudag

Örganga Þriðja  gangan um nágrenni Grafarholtsins verður miðvikudaginn 19. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19:00.  Leið:  Gengið um veginn, sem liggur samhliða rörunum frá Nesjavöllum.Þaðan haldið stíg sem liggur um Selbrekkur að Rauðavatni - þaðan vestur með vatninu og upp Lyngdalinn - þaðan um Skálina  og á veginn meðfram hitaveiturörinu.   Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru 1 1/2 - 2 klukkstundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson

Þriðja útgáfa Hálendishandbókar komin út

Hálendishandbókin - ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands er komin út í þriðja sinn. Bókin er orðin sígild sem traustur ferðafélagi á hálendinu og í þessari nýju útgáfu eru uppfærðar upplýsingar, nýjar ljósmyndir og nýjar leiðarlýsingar til nokkurra staða.Höfundur bókarinnar er Páll Ásgeir Ásgeirsson sem situr í stjórn FÍ og fæst við fararstjórn á vegum félagsins.

Vettvangsferðir um jarðhitasvæði á Reykjanesi

Í sumar ætla Ferðafélag Íslands og Landvernd að halda uppteknum hætti og ferðast um jarðhitasvæði á suðvesturhorninu í fylgd jarðfræðinga. Í fyrstu ferðinni er áætlað að ganga um gossprungusvæði vestast á Reykjanesskaga, í annarri ferðinni verður farið að Ölkelduhálsi og gengið þaðan í Reykjadal þar sem ferðalöngum gefst kostur á að baða sig í heitri varmánni og að síðustu inn að Trölladyngju þar sem gengið verður um hin litfögru Sog og að Hvernum eina.

Menningarsjóður VISA styrkir Ferðafélag Íslands

Menningarsjóður  VISA hefur styrkt Ferðafélag Íslands til tveggja verkefna.  Annars vegar til eflingar á gönguferðum og útiveru fyrir eldri borgara og hins vegar til endurbóta og bættrar aðstöðu í skálum félagsins.  Styrkurinn var afhendur sl. föstudag.  Björk Þórarinsdóttir stjórnarformaður Valitor afhenti styrkinn sem Höskuldur Jónsson fyrrverandi forseti FÍ veitti viðtöku fyrir hönd félagsins.

Ferðamennska – Rötun – Áttaviti – Skyndihjálp

Ferðafélag Íslands og Björgunarsveitin Ársæll bjóða upp á námskeið fyrir ferðamenn 28. - 30 maí þar sem farið verður yfir ferðamennsku 1, rötun, skyndihjálp og notkun gps og áttavita.  Verð á námskeiðið er kr. 8.000 fyrir félagsmenn FÍ en kr. 12.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2633 eða á fi@fi.is

Skrifstofa FÍ lokuð í dag 12. maí

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag 12. maí vegna námskeiðs starfsmanna.  Skrifstofan opnar á föstdag kl. 10.