Fréttir

Unglingar á ferð og flugi

Í þessari ferð verður sameiginlegur matur bæði morgunmatur og heitur kvöldmatur, sem verður sérstaklega á vegum hópsins, en ekki innifalið í fargjaldi ferðarinnar. Það hefur komist hefð á þennann hátt í Hornstrandaferðum FÍ í yfir áratug og skapað mikla ánægju meðal Hornstrandafara FÍ. Þessi sameiginlegi matur stendur saman af morgunmat, sem inniheldur hafragraut og súrmjólk, brauð, álegg og ávexti og af þessu morgunverðarborði útbúa síðan ferðalangar göngunesti dagsins. Kaffi, te og heitur súkkilaðidrykkur er bæði kvölds og morgna. Í lok hvers göngudags er síðan á boðstólum heitur kvöldverður. Snarl af ýmsu tagi s.s. kex, súkkulaði, rúsínur, harðfiskur, súkkulaðidrykkir, Nes-kaffi, orkudrykkir eða ýmiskonar safar, sér hver um fyrir sig eftir þörfum og smekk. Ferðalangar hjálpast að við undirbúning og frágang máltíða  

Sæludagar í Hlöðuvík 7. - 12. júlí - 4 laus pláss

Þessi ferð í Hlöðuvík byggist á því að dvalið er í sömu bækistöð alla ferðina og gengið út frá henni. Gist er í húsum og tjöldum fyrir þá sem það vilja.  í húsunum er svefnpláss fyrir 30 manns. Svefnloft er uppi og tvö rúmstæði eru niðri. Eins má flytja dýnur niður, en nægar dýnur eru í húsunum. Í húsunum er vatnssalerni og handlaug. Eldunartæki í húsunum eru tvennskonar. Annarsvegar eru það eldavélar, sem kynntar eru með rekavið. Hinsvegar eru það  gastæki, þ.e. 5 og 4 hellu borð sem notuð eru til eldamennsku.

Hálendisbókin - þriðja útgáfa

Hálendishandbókin - ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands er komin út í þriðja sinn. Bókin er orðin sígild sem traustur ferðafélagi á hálendinu og í þessari nýju útgáfu eru uppfærðar upplýsingar, nýjar ljósmyndir og nýjar leiðarlýsingar til nokkurra staða. Höfundur bókarinnar er Páll Ásgeir Ásgeirsson sem situr í stjórn FÍ og fæst við fararstjórn á vegum félagsins.

Myndir úr FÍ ferð á Þverártindsegg

  Sjá myndir úr ferð FÍ á Þverártindsegg í maí. Fararstjóri var Einar Ísfeld, myndir tók Erin Jorgensen

Ferð í Fjörður með Valgarði Egilssyni

Ferð í Fjörður með Valgarði Egilssyni:  Samvinnuverk Ferðafélags Íslands og Fjörðunga Grenivík Látraströnd -  Fjörður - Flateyjardalur. Ferðin er 4 göngudagar. Gist er í 3 nætur í eyðibyggðum á Látrum, í Keflavík og á Þönglabakka.  Innifalið 2 kvöldmáltíðir, trúss fyrir tjald og svefnpoka. Fararstjóri Valgarður Egilsson.  Verð kr. 44.000/49.000. Skráning á skrifstofu FÍ.

FÍ og Landvernd á Reykjanes

Ekið á Reykjanes um Hafnir. Litast um við Reykjanesvirkjun. Gengið frá bílastæði við Reykjanesvita vestur að gossprungunni frá 1226 og skoðuð ummerki eftir gosið, en gossprungan var bæði á landi og í sjó. Gengið á Valahnúk og horft yfir brimurðina og Reykjanestá. Gengið að hverasvæðinu og litið á Gunnuhver og Reykjanes-Geysi. Skoðaðar skjálftasprungur. Ekið til baka um Grindavík. Nokkur ganga en ekki erfið.

Fimm tindar í Þingvallaþjóðgarði

Fimm tindar í Þingvallaþjóðgarði með FÍ Syðstasúla 27. maí Fararstjórar Sigurður Kristjánsson og Alfreð Hilmarsson Farið á einkabílum úr Mörkinni 6. kl. 18. Verð kr. 2.000/3.000 Innifalið: Fararstjórn Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á skrifstofu FÍ.

Jökulgöngur úr Þórsmörk

Boðið er upp á jökulgöngur úr Þórsmörk á hverjum degi með fararstjóra/skálaverði þegar veður leyfir frá 25. maí - 8.  júní. Farin er Hátindaleið frá Stakki upp að Hátindum og þaðan upp á jökul og svo vestur eftir hábungu jökulsins alla leið á Innri-Skolt. Einstakt útsýni yfir öskju Eyjafjallajökuls og jökulfossana Gígjökul og Steinholtsjökul. 10 km hvor leið og 1600 m hækkun. Gengið er í línu undir stjórn fljálfaðra fararstjóra. Fjöldi þátttakenda: 8 -12  með hverjum leiðsögumanni. Jöklabúnaður s.s. broddar og ísaxir. Fyrir fólk í góðu formi sem vill takast á við nýtt og spennandi verkefni.

Örganga 26. maí

Fjórða örgangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 26. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl. 19:00.  Leið:  Gengið um stíginn sem liggur að Reynisvatni og norðan þess.  Þá  farið undir Reynisvatnsveginn og inn á stíg ofan nýja hverfisins sem kennt er við Haukadalsmenn . Stígurinn liggur austan í Reynisvatnsásnum og upp á hann - þaðan niður Klofabrekkur að Reynisvatni og gengið til baka um norðurbakkann..  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðir eru 1 1/2 - 2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk

Hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk var farin laugardaginn 22. maí og tóku 80 manns þátt að þessu sinni, að fararstjórum meðtöldum. Ferðin hófst samkvæmt venju í Sandfelli og var lagt af stað á miðnætti aðfaranótt laugardags. Gjarnan er lagt af stað á Hnúkinn milli klukkan 3 og 5 að morgni, en að þessu sinni þótti skynsamlegra að fara fyrr af stað til að forðast snjóbráð á jöklinum, en gert var ráð fyrir töluverðum hita þennan dag.