Fréttir

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul - ákvörðun kl. 13

Fararstjórar Ferðafélags Íslands eru nú á Snæfellsjökli til að meta aðstæður fyrir Jónsmessugöngu kvöldsins á jökulinn.  Ákvörðun um hvort ferðin verður farin verður tekin og tilkynnt kl. 13.

Jónsmessu göngu FÍ á Snæfellsjökul - Frestað

Jónsmessu göngu  FÍ á Snæfellsjökul í dag föstudaginn 18. júní hefur verið frestað vegna vonsku veðurs á Snæfellsjökli og slæmrar veðurspár fyrir kvöldið. Ferðin verður farin á morgunn laugardaginn 19. júní á sama tíma kl 17 með sama fyrirkomulagi og áður hafði verið auglýst.

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul - upplýsingar

Árleg Jónsmessuganga FÍ á Snæfellsjökul verður farin föstudaginn 18. júní.  Þátttakendur verða um 200 göngugarpar sem munu upplifa Jónsmessunótt á jöklinum.  Helstu upplýsingar til þátttakenda eru:  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 í rútu.  Á leiðinni verður stoppað við Vegtamót á Snæfellsnesi í 30 mínútur.   Síðan er ekið að Hellnum að þjónustumiðstöð þjóðgarðsins þar sem landverðir taka á móti hópnum og verða með stutta fræðslu um Snæfellsjökul og þjóðgarðinn.  Síðan er ekið áfram áleiðis að Hellissandi en beygt til hægri þar sem Eysteinsdalur er merktur á skilti.  Þar er ekið eins langt og leið liggur að náttúrulega gerðu bílastæði.  Lagt verður verður af stað í gönguna um kl. 21.45. Gengið er í tvöfaldri/þrefaldri röð á tind Snæfellsjökuls.  Á leiðinni verður ein 15 mínútna kaffipása. Á tindinum verður hópurinn um miðnætti og áætlað að koma niður á milli kl. 02 - 03.  Þátttakendur þurfa ekki jöklabúnað, þe belti, brodda eða ísexi en fylgja fyrirmælum fararstjóra.  Þeir sem aka á eiginbílum mæta á Hellnum kl. 20.  Þátttakendur taka með sér góðan göngufatnað/hlífðarfatnað,húfu og vettlinga, bakpoka með nesti og drykk, sólgleraugu, sólarárburð ( göngustafi, myndavél, sjónauka, göngukort .... ) Fararstjórar í ferðinni eru Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir og þeim til aðstoðar verður fríður hópur fararstjóra og landvarða. 

Dalirnir kalla

Ferðafélag Íslands í samstarfi við Út og vestur býður nú upp á nokkrar áhugaverðar ferðir í Dölunum, bæði helgarferðir og lengri ferðir.  Ferðafélagið gefur út árbók um Dalina á næsta ári og kynnir nú og í kjölfar útgáfu árbókarinnar svæðið með gönguferðum og fræðslu.  Árni Björnsson þjóðhátttarfræðingur ritar texta bókarinnar og Jón Jóel Jónsson í út og vestur verður fararstjóri í ferðum sumarsins. Sjá nánar á www.utogvestur.is  og eins undir ferðir hér á heimasíðunni.

Rigningar breyta aðstæðum hratt í Þórsmörk - allt að grænka

,,Það hefur rignt töluvert hjá okkur undanfarið og gróður hefur í kjölfarið sprottið hratt og allt grænkar og dafnar hér í Langadal," segir Helga Garðarsdóttir skálavörður FÍ í Langadal í Þórsmörk.   ,,Það hefur orðið mikil spretta hér á svæðinu og við höfum verið að slá tjaldsvæðin og eins hafa rigingar hreinsað af trjánum þannig að hér er græni liturinn að taka við sér og verða áberandi.

Vinnuferð í Emstrur - aðstæður að snarbatna

Fyrir skömmu fór Þorsteinn Eiríksson fóstri í Emstum í vinnuferð í Emstrur ásamt fríðum flokki vinnufólks.  Að sögn Þorsteins var tekið til hendinni alla helgina, skálar gerðir klárir fyrir sumarið, þrifið og sett á vatn og fleira.  Vinnuferðir hafa nú verið farnar í alla skála FÍ á Laugaveginum og að sögn skálavarða hafa rigningar nú að undanförnu gjörbreytt aðstæðum til hins betra, allt að grænka og góður að taka hressilega við sér.

7 Tindar í Eyjum

  Hressileg fjallganga á 7 tinda að kvöldi föstudagsins 18. júní. Gangan hefst við tjörnina inni í Herjólfsdal kl. 21.00. Lagt verður á Dalfjall, þaðan yfi r Eggjar niður Hánna, upp á Klif, Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Sæfell. Engin skylda er að ganga á öll fjöllin, hver og einn gerir bara það sem hann treystir sér í . Gott er að hafa með sér nesti í góðum og þægilegum bakpoka. Áætlaður göngutími fer eftir ásigkomulagi hvers og eins (3-5 klst.) Þátttökugjald er krónur 2000 og rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum. Hlakka til að sjá sem fl esta Hafdís Kristjáns - sími 863 4224

Leggjabrjótur, forn þjóðleið á 17. júní

Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. Nánar í: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar, útg. FÍ 2007 Göngutími 5 -  6 klst. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Verð kr. 6.000 / 8.000 Innifalið: Rúta og fararstjórn Skráning og greiðsla fyrir lok miðvikudags 16. júní.

FÍ Cintamani peysur tilbúnar til afgreiðslu

FÍ Cintamani peysur eru nú tilbúnar til afgreiðslu á skrifstofu FÍ.  Þeir sem keyptu peysu í vetur geta nú sótt hana á skrifstofu FÍ Mörkinni 6.

Laus sæti í ferðina: Framhjágangan mikla, I. hluti. Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

Ferðin Framhjágangan mikla, I. hluti. Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar er farin dagana 22.-26. júlí. Genginn er fyrsti hluti frægrar göngu Þórbergs Þórðarsonar þegar hann ætlaði að banka uppá hjá elskunni sinni á Bæ í Hrútafirði. Hann stakk af frá borði farþegaskipsins Hólar í Norðurfirði og lagði á heiðarnar suður eftir. Þegar hann kom að Bæ þá brást honum kjarkur og hélt ferð sinni áfram fótgangandi alla leið til Reykjavíkur.