Fréttir

Barnavagnavika Fí og Ferðafélags barnanna

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí      Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðarsafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Gönguferðirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri er Auður Kjartansdóttir.   Sjá myndir

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí

Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðusafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Göngufeðrirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli,  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri eru Auður Kjartansdóttir.

Heiðríkja á Hvannadalshnúk

Ferðafélag Íslands efndi á laugardag til göngu á Hvannadalshnúk fyrir þátttakendur í verkefninu 52 fjöll sem staðið hefur frá áramótum. Alls gengu 109 á fjallið í heiðríku veðri og veðurblíðu svo elstu menn muna varla annað eins. Á toppnum blasti við blár himinn til allra átta og mátti þekkja nafntoguð fjöll í flestum landshlutum. Logn og sólskin hélst allan daginn og voru þátttakendur í sjöunda himni í bókstaflegri merkingu og skein gleðin af hverju andliti. Það var Haraldur Ólafsson sem stýrði verkefninu eins og jafnan er í ferðum FÍ á þennan hæsta tind Íslands. Sjá myndir.

Til Hvannadalshnúkfara

Tilkynning til þátttakenda í göngu Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnúk á morgun - laugardag. Brottför á Hvannadalshnúk hefur verið ákveðin kl. 04.00 á laugardagsmorgun. Þátttakendur mæti á upphafsstað göngu við Sandfell kl. 03.45 tilbúnir í slaginn. Sýnið aðgát á leiðinni austur því öskufall er nokkurt í Vík og nágrenni og skyggni getur orðið mjög takmarkað.

515 alls í morgungöngum

Morgungöngum Ferðafélags Íslands lauk 2010 með hljómfögrum söng Léttsveitar Reykjavíkur á Úlfarsfelli í morgun meðan 160 þátttakendur gæddu sér á morgunmat. Jóhanna Þórhallsdóttir stjórnaði kórnum. Alls tók 515 þátt í morgungöngunum að þessu sinni sem mun vera metþátttaka. Sjá nýjar myndir hér.

Vill leyfa aðgengi ferðamanna að Gígjökli

Leyfið fólkinu að koma til eldfjallsins,“ sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur á Ferðamálaþingi í fyrradag. Hann hefur stundað rannsóknir á eldfjöllum í fjóra áratugi og skipulagt ferðir fyrir ferðamenn á eldfjallasvæði í um þrjá áratugi. Erindi Haraldar má lesa á bloggi hans, www.vulkan.blog.is.   ,,Það er algjörlega magnað að vera hérna, og eins að aka hér inneftir,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann fór inn að Gígjökli í fyrradag ásamt fleirum frá Ferðafélaginu og Vegagerðinni til að kanna aðstæður í Þórsmörk og ástand vegarins.

101 Mosfell

101 mætti í morgungöngu á Mosfellið í morgun. Þokan var dimm en menn létu það ekki á sig fá heldur fengu sér frískandi morgungöngu, gáðu að silfri Egils og hlustuðu á ljóðalestur á toppnum. Skáld dagsins var Jóhannes úr Kötlum og Land míns föður, landið mitt hljómaði í þokunni á Mosfelli í morgun. Fleiri myndir eru komnar inn hér.

Mögnuð ferð á Miðfellstind

Um helgina fór 19 manna leiðangur á vegum Ferðafélags Íslands á Miðfellstind í Skaftafellsfjöllum og mun þetta vera í fyrsta sinn sem félagið efnir til ferðar á þennan kyngimagnaða tind. Leiðangursmenn gengu úr Skaftafelli inn í Kjós þar sem settar voru upp tjaldbúðir. Snemma á laugardag var síðan haldið upp með Meingili í Hnútudal og þaðan í skarð við Þumal. Þaðan liggur leiðin inn á jökul norðan við fjöll og austur með þeim að Miðfellstindi. Tindurinn er 1430 metra hár og af honum óviðjafnanlegt útsýni yfir Skaftafellsfjöll og fjallakrans Öræfajökuls allan.

Metþátttaka í fyrstu morgungöngunni

Morgungöngur FÍ 2010 hófust á mánudagsmorgun kl. 0600. 91 tók þátt í fyrstu göngunni og muna menn ekki eftir svo mikilli þátttöku fyrsta daginn. Undanfarin ár hefur jafnan fjölgað í göngunum eftir því sem líður á vikuna. Veður var hið besta og á toppnum var lesið úr bláu Skólaljóðunum kvæði eftir Jón Helgason við góðar undirtektir. Sjá myndir.

Örgöngur FÍ

Fyrsta gangan um nágrenni Grafarholtsins verður miðvikudaginn 5. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19:00.  Leið:  Gengið um stíginn, sem liggur að Hádegismóum - þaðan haldið upp á Hádegisholtið - þaðan um Lyngdalsklaufina í Skálina  (Paradísardal) - úr Skálinni niður á göngustíginn, sem liggur að - að geymunum.  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru 1 1/2 - 2 klukkstundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson