Fréttir

Laugavegurinn - myndir

Nú eru komnar inn myndir af fyrstu Laugavegsferð FÍ sem farin var í byrjun júlí. Myndir smá skoða með því að smella hér

Vikulegar barnavagnagöngur

Ferðafélag barnanna minnir á vikulegar barnavagnagöngur sem félagið býður upp á í allt sumar á mánudögum kl 12.30. Lagt er af stað frá Perlunni og gengið um Öskjuhlíðina.

Mikilvægi útiveru

Maður fer ekki erindislaus á fjöll" heyrðist oft sagt í byggðum Íslands í gamla daga. Umgengni við náttúruna var órjúfanlegur hluti af lífsviðurværi fólks þar sem fiskveiðar í sjó, ám og vötnum, landbúnaður og hvers kyns nýting á auðlindum landsins veitti fólki og dýrum helstu nauðsynjar til þess að draga fram lífið. Að fara út í náttúruna „einungis" fyrir upplifunina á sínar rætur að rekja til miðbiks síðustu aldar í kjölfar stofnunar Ferðafélags Íslands.    Sjá nánar á www.ferdafelagbarnanna.is

Gönguferðir eldri og heldri borgara

Ferðafélag Íslands hefur nú frá því á haustdögum 2009 boðið upp á gönguferðir fyrir eldri og heldri borgara. Gengið er alla þriðjudaga og fimmtudaga, svokallaðar hádegisgöngur, sem hefjast þó kl. 14.  Gengið er á þriðjudögum frá Árbæjarsundlaug og á fimmtudögum frá Nauthóli.  Gengið er í 75 - 90 mínútur eftir stemmingu.  Fararstjóri í öllum gönguferðum er Alfreð Hilmarsson.  Gönguferðirnar eru ókeypis og allir velkomnir.   VISA Ísland og Menningarsjóður Valitors hafa stutt myndarlega við þetta gönguverkefni.  Upplýsingariti um gönguferðir eldri borgara hefur verið dreift víða og veggspjaldi með hvatningu sett upp á fjölmörgum stöðum þar sem eldri borgarar hafa þjónustu og aðstöðu.

Nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna

Ferðafélag barnanna minnir á að huldustelpan og vinur hennar huldustrákurinn leita eftir nafni. Við hvetjum alla krakka til að senda inn hugmyndir að nöfnum fyrir þau bæði og það eru vegleg verðlaun í boði. Hægt er að senda inn á netfangið: fb@fi.is eða senda inn hér á www.ferdafelagbarnanna.is

Ferðafélag barnanna

Ferðafélag barnanna er nú á sínu öðru ári, starfandi sem deild í Ferðafélagi Íslands.  Ferðafélag barnanna er með sér heimasíðu www.ferdafelagbarnanna.is  og má þar finna upplýsingar um ferðir og viðburði, sem og ýmsar góðar upplýsingar um búnað og fleira fyrir börn og fjölskyldufólk.  Hægt er að skrá í sig í Ferðafélag barnanna ferdafelagbarnanna.is og fá þátttakendur þá félagsskírteini og góð kjör, bæði í ferðir og ýmsar verslanir.

Vel heppnuð fuglaskoðunarferð þann 3.júlí

Farið var í fuglaskoðunarferð þann 3.júlí í Gróttu með fuglaskoðaranum og fuglaljósmyndaranum Jakobi Sigurðssyn frá Fuglaverndi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og voru um 70-80 manns sem mættu. Stefnt var að labba út í Gróttu en plönin breyttust aðeins og gengið var meðfram fjörunni og fuglalífið skoðað.

Nokkur laus pláss í ferðina Sæludagar í Hlöðuvík með Guðmundi Hallvarðssyni

Nokkur sæti er laus í hina sígildu og sívinsælu ferð Sæludagar í Hlöðuvík með Guðmundi Hallvarðssyni 7. - 12. júlí.  Dvalið er í Hlöðuvík og farið í gönguferðir með Guðmundi og á kvöldin skemmt sér yfir söng, góðum sögum og fl. Sjá nánar

AÐ RATA RÉTTA LEIÐ!

  Fagnaðu með okkur og undirbúðu ævintýri sumarsins! Í dag opnar Forlagið nýja og stórglæsilega kortadeild í verslun sinni að Fiskislóð 39.  Af því tilefni verður opnunarhátíð í dag kl. 16-20 þar sem kynnt verður frábært úrval landakorta og ferðabóka. Nýju Atlaskortin verða fáanleg á sérstöku kynningarverði. Grillaðar pylsur og Svali  verða í boði kl. 18-20 og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Fararstjórar og fulltrúar Ferðafélags Íslands munu mæta á staðinn og kynna nýútkomna árbók félagsins, Friðland að Fjallabaki, sem og ferðir sumarsins.  Allir Velkomnir!

Upplifun á Fimmvörðuhálsi

Helgina 10-11 júlí mun Ferðafélag Íslands bjóða upp á fyrstu gönguna yfir Fimmvörðuháls. Til undirbúnings fóru tveir fararstjórar FÍ í sérstakan könnunarleiðangur upp á hálsinn að gosstöðvunum og nýju gígunum Magna og Móða. Helstu niðurstöður þessa könnunarleiðangurs eru þessar: Færðin er allgóð, 10 cm þykkt lag af sandi og ösku liggur yfir Skógaheiði og Fimmvörðuhálsi. Efst á hálsinum liggur lagið á stórum svæðum ofan á snjó og þar helst það rakt og fyrir vikið gætir ekki foks. Ný leið yfir hraunið rétt við gígana er afar áhugaverð og litríkar útfellingar gleðja augað og það gerir heitt hraun undir fótum göngumanns einnig. Sjá myndir hér að neðan.