Fréttir

Þórsmörk: Haustlitaferð 25. september

Dagsferð í Þórsmörk - Haustlitaferð - 25. september . Gengið verður að nýju eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, Magna og Móða, en einnig verður hægt að velja um styttri göngu. Brottför frá skrifstofu Ferðafélagsins að Mörkinni 6 kl 8.00. Verð: 10.000/12.000 Innifalið: rúta og fararstjórn

Esjan að hausti

Esjan að hausti fer vel af stað á þriðja tug mann hafa mætt og er kraftur í hópnum. Nú er að muna eftir höfuðljósunum, og huga að fatnaði, fyrir næstu ferðir. Mæting í næstu göngur: Þriðjudagur  21. Sept kl. 18.00 Lokufjall - Dýjadalshnúkur, Mæting við vigtina á þjóðvegi 1, rétt áður en beygt er inn Hvalfjörð, vera mættur vel fyrir kl.18:00 Sunnudagur 26. Sept kl. 10.00 Blikdalshringur,Mæting við vigtina á þjóðvegi 1, rétt áður en beygt er inn Hvalfjörð, lagt að stað kl.10.00 6- 8 klst Þriðjudagagur 28. Sept kl. 18.00 Búi - Langihryggur- Þverfellshorn, Mæting við Esjuberg.(sami staður og farið er á  Kerhólakamb ) Sunnudagur 03. Oktober kl. 10.00 Þverfellshorn -Kerhólakambur Esjuberg, Mæting við Esjustofu. Farastjóri Þórður síminn hjá honum er 898-7350, ef eitthvað er óljóst. Festa númerið inni hjá ykkur.

Færri skálaverðir á Laugavegi

Nú hallar sumri og haustjafndægur nálgast. Ferðafélag Íslands býst í vetrarbúning og eru skálaverðir farnir úr skálum á Laugaveginum nema Landmannalaugum og Þórsmörk. Ferðalangar sem stefna á fjöll þurfa því að halda uppi fyrirspurnum og skipuleggja ferðir sínar með tilliti til þess. Opnunartími skrifstofunnar breytist einnig og verður opið frá 12.00 til 17.00 eftirleiðis sem venja er um haust og vetur.

Breyttur opnunartími skrifstofu

Frá og með 16. september opnar skrifstofa Ferðafélagsins kl 12:00

Esjan alla daga

Þessi frísklegi hópur hóf átakið Esjan alla daga á þriðjudaginn og hyggjast ganga á fjallið eftir ýmsum leiðum tvisvar í viku til áramóta. Þórður Marelsson og Fríður Halldórsdóttir stjórna átakinu fyrir Ferðafélag Íslands.

Draugaferð í Hvítárnes

Hin árlega draugaferð FÍ var fullskipuð um helgina. Þátttakendur gengu um söguslóðir á Kili og gistu svo í Hvítárnesi, elsta sæluhúsi félagsins. Þar var borðuð kjötsúpa og rifjaðar upp reimleikasögur sem fylgt hafa staðnum síðan husið var reist. Á kvöldvökunni var farið með ljóð og menn skiptust á reynslusögum af yfirnáttúrulegum atburðum. Síðan var gist í þessu gamla húsi og um nóttina bar eitt og annað fyrir sem erfitt er að skýra útfrá viðurkenndum lögmálum. Sjá myndir hér.

Esjan að hausti- byrjar á þriðjudag

Átakið Esjan að hausti-alveg fram að jólum undir stjórn Þórðar Marelssonar hefst á þriðjudag 14. sept.  Mæting er við Esjustofu kl. 17.50 og lagt af stað kl. 18.00. Við upphaf fyrstu göngu fá þátttakendur dagskrá fyrir allt tímabilið með leiðavali og nákvæmum leiðbeiningum um mætingu. Enn er tækifæri til að skrá sig í þetta stórskemmtilega átak þar sem tekist verður á við Esjuna eftir afar fjölbreyttum og áhugaverðum leiðum. Smellið á meira og lesið dagskrána í heild.                                           

Viltu verða Stjarna náttúrunnar? Námskeið í stjörnuspeki

Þann 5. október n.k. hefst námskeið í stjörnuspeki í sal FÍ í Mörkinni 6. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að tengjast náttúrunni í gegnum þessa fornu speki og læra um grunnþætti stjörnuspekinnar í máli, myndum og göngu. Flestir þekkja eflaust stjörnumerkið sitt þótt kannski færri viti umfang þessarar aldar gömlu speki sem á sér afar sterkar rætur í náttúrunni. Námskeiðið stendur yfir í 7 vikur og kostar 15.000kr. Kennt verður á þriðjudagskvöldum frá 18:00 - 21:30. Kennari verður Bjarndís Arnardóttir (6993691) stjörnuspekingur og leiðsögumaður. Stjörnuspekin hefur haft djúp og varanleg áhrif á mannkynssöguna því trúin á að stjörnurnar hafi áhrif á líf okkar hefur lifað í aldaraðir enda órjúfanlegur hluti af náttúrunni. Upphaflega voru það aðallega bændur fornþjóðanna sem studdust við hana í þeim tilgangi að hámarka uppskeruna. Þeir voru knúnir áfram til þess að finna leiðir um heppilegasta sáningatímann og komust að því að himintunglin voru þeim gagnleg í þeim efnum.

Esjan að hausti - alveg fram að jólum

,,Esjan að hausti - alveg fram að jólum,"  er verkefni sem hefst um miðjan september hjá FÍ ef næg þátttaka fæst. Þá verður boðið upp á tvær fjallgöngur í viku á Esjuna, eina í miðri viku og eina um helgar.  Segja má að Esjan verði gengin þvers og kruss og leiðaval verður fjölbreytt.  Fararstjóri í öllum Ejsugöngunum er hinn síungi og fjallhressi Þórður Ingi Marelsson fyrrverandi markaskorari hjá knattspyrnufélaginu Vikingi.  Verkefnið er ekki síst hugsað sem frábær líkamsrækt og góður félagsskapur í glaðværum og jákvæðum hópi fjallamanna.  Sérstakur undirbúningsfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. september kl. 19 í sal FÍ Mörkinni 6.  Þátttökugjald í verkefnið er kr. 15.000/18.000

Félagsmenn munið að greiða árgjaldið

Árgjald FÍ 2010 er kr. 5.800.  Innifalið í árgjaldinu er m.a. árbók félagsins sem send er heim til félagsmanna eftir að þeir hafa greitt árgjaldið.  Auk þess fylgir ársskírteini félagsins sem veitir betri kjör í skálum og ferðum félagsins sem og afstlátt í fjölda útivistarverslana og þjónustufyrirtækja í Reykjavík og víðar.  Greiðsluseðill fyrir árgjaldinu var sendur út til félagsmanna í lok júní og þegar hafa á fimmta þúsund félagsmenn greitt árgjaldið og fengið árbókina senda heim.  Félagsmenn sem verið hafa í sumarleyfi og á ferð og flugi eru minntir á að greiða árgjaldið og fá þá bókina senda heim.