12 fjöll á ári: Blákollur er fyrstur
27.01.2011
Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 29. janúar. Gengið verður á Blákoll sem er 532 m. hátt móbergsfell rétt austan við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni sunnan þjóðvegar. Við austurmynni Jósepsdals eru tveir áberandi hnúkar sem nefnast Sauðdalahnúkar en Blákollur er rétt austan við þá og nær veginum.Upphafsstaður göngu er við áminningarskilti Umferðarstofu þar sem bílhræi er stillt upp á stólpa rétt fyrir ofan brekkuna austan við Litlu Kaffistofuna. Þar er hægt að aka út af veginum ofan í malarnám.Þar hefst gangan kl. 10.30. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 10.00. Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.Um er að ræða 300 metra hækkun og lengd göngu er um 6 km. og má gera ráð fyrir að hópurinn verði við bíla aftur um kl. 13.00. Búið ykkur vel. Reikna má með einhverri úrkomu og vindi af suðri. Fararstjórar verða: Örvar Aðalsteinsson, Ævar Aðalsteinsson, Ólafía Aðalsteinsdóttir, Einar Ragnar Sigurðsson og Jóhanna Haraldsdóttir.Hér má sjá kort af gönguleiðinni á Blákoll.
GSM símar fararstjóra:
Örvar Aðalsteinsson 899-3109Ævar Aðalsteinsson 696-5531Ólafía Aðalsteinsdóttir 862-2863Einar Ragnar Sigurðsson 899-8803Jóhanna Haraldsdóttir 864-4719