Fréttir

Esjan alla daga og Esjan fyrir byrjendur

Esjan alla daga er verkefni sem FÍ býður upp á 4. - 8. júlí með fararstjóra.  Gengið verður um lítt farnar gönguleiðir í vesturhlíðum Esjunnar.  Þá verður boðið upp á léttar gönguferðir á Esjuna fyrir byrjendur 5. - 7. júlí.

Í torfærugír á nesinu - hjólaferð upp að Snæfellsjökli

Í torfærugír á Nesinu - mögnuð 2 daga fjallahjólaferð upp að Snæfellsjökli og nágrenni. 23. - 24. júlí. Nokkuð krefjandi fjallahjólaferð fyrir fólk sem vill upplifa einstaka náttúru og finna hjólakröftum sínum verðuga viðspyrnu. Brattar brekkur og grófir vegir, að ógleymdri óviðjafnanlegri fjallasýn, einkenna þessa ferð. Samanlögð vegalengd er 100 km.  Ferðatilhögun:  Dagur 1: Þátttakendur flytja hjól sín á eigin vegum upp á Snæfellsnes og hittast við Arnarstapa laugardaginn 23. júlí. kl. 11.00. Lagt er á Hálsleið, utan í Snæfellsjökli og hjólað upp í nærri 700 metra hæð. Þar tekur við magnað niðurbrun norður og niður á Ólafsvíkurveg. Þaðan liggur leiðin austur á Fróðarheiði og er frábær skemmtun að bruna hana niður á Snæfellsnesveg uns tekin er stefnan vestur á Arnarstapa í gistingu, (tjöld eða innigisting). Mæla má með kvöldmat í Fjöruhúsinu að Hellnum. Vegalengd: 55 km. Áætlaður ferðatími: 6-7 klst. Dagur 2: Sunnudaginn 24. júlí tökum við saman föggur okkar og ökum með hjólin út að Vegamótum, og hjólum gömlu Vatnaleiðina, yfir Snæfellsnesið í frábæru umhverfi. Hjólað er þvínæst í gegnum hið margfræga Berserkjahraun áður en haldið er til baka um nýju Vatnaleiðina.  Enginn verður svikinn af því að bruna niður af henni suður að Hjarðarfelli, í bílana. Heildarvegalengd: 45 km áætlaður ferðatími: 5-6 tímar. Æskilegt er að fólk sé á fjallahjóli í góðu ásigkomulagi og hafi meðferðis aukaslöngu, bætur og létt viðgerðasett og sjúkrapakka. Hjálmur og viðeigandi skjólfatnaður er nauðsynlegur.   Verð kr. 20.000

Ármannsfellið fagurblátt í staðinn fyrir Skjaldbreið

Vegna lokana á Kaldadalsvegi verður ekki hægt að ganga á Skjaldbreið í sumarsólstöðugöngu Ferðafélags Íslands á föstudaginn. Ákveðið hefur verið að ganga á Ármannsfellið fagurblátt í staðinn og er ferðaáætlun að öðru leyti óbreytt.

Sumarsólstöðuferð FÍ á Ármannsfell

Sumarsólstöðuganga á Ármannsfell NÝTT 24. júní, föstudagur; rúta og einkabílar Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir Ferðafélag Íslands býður upp á sumarsólstöðuferð á Skjaldbreið föstudaginn 24. júní. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 19. Komið er við á Þingvöllum þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur á móti hópnum og veitir stutta leiðsögn um Þingvelli og þjóðgarðinn. Síðan er ekið að Ármannsfelli. Stefnt er að því að standa á tindi Ármannsfells rétt um miðnætti og baða sig í miðnætursólinni með stórfenglegt útsýni í allar áttir. Farið er á einkabílum eða rútum eftir því sem hentar fólki betur.Verð: 6000/8000.  Kr. 5000 fyrir þá sem mæta á einkabílum. Innifalið: rúta og leiðsögn.

Jónsmessuganga Ferðafélags barnanna

Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell um Jónsmessu, föstudaginn 24 júní. Lagt af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum.Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðug stemming. Gítarspil og harmonikkuleikur. Allir að mæta vel klæddir því það getur orðið kalt upp á fjalli. Þáttaka ókeypis, allir velkomnir

JÓNSMESSUGANGA - 24 júní

Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell um Jónsmessu, föstudaginn 24 júní. Lagt af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum. Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðug stemming. Gítarspil og harmonikkuleikur. Allir að mæta vel klæddir því það getur orðið kalt upp á fjalli. Þáttaka ókeypis, allir velkomnir

Ferðafélag Íslands kaupir Húsadal

Ferðafélag Íslands hefur keypt skálasvæðið Húsadal í Þórsmörk af Kynnisferðum.  Kaupsamningur var undirritaður í morgun.  Húsadalur er annað af tveimur skálasvæðum í Þórsmörk en Ferðafélag Íslands hefur rekið skálasvæðið Langadal og Skagfjörðsskála í nær 60 ár.

Nokkur laus pláss í ferðir

Það eru nokkur laus pláss í eftirfarandi ferðir:   S-2a Laugavegurinn 22. - 26. júní sjá nánar S-4 Björg í bú: Látrabjarg - Rauðisandur - Hnjótur 22. - 26. júní sjá nánar S-9 Baráttan við björgin - Á slóðum lágfótu 3. -9. júlí sjá nánar S-21 Jarlhettuslóðir 21. - 24. júlí sjá nánar H-7 Ferð eldri og heldri félaga FÍ. Dalir og Snæfellsnes 9. -10. júlí sjá nánar  4 LAUS PLÁSS 

Álfar og tröll - Vífilsfell um Jónsmessu

Ferðafélag barnanna býður upp á gögnuferð á Vífilsfell um Jónsmessu föstudaginn 24 júní. Lagt verður af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum. Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðleg stemming. Þáttaka ókeypis og allir velkomnir.

Esjudagur fjölskyldunnar - FÍ Valitor Visa

Áður þurfti að fresta Esjudeginum vegna þess að veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir en nú er komin ný dagsetning. Esjudagurinn verður haldin 28 ágúst með sömu dagskrá og áður var auglýst. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.