Fréttir

Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS -92 á Vífilfelli í morgun

Í morgun gengu 92 frískir morgungenglar á Vífilsfellið í svölu og fallegu verði. Sólin skein og fjallahringurinn gladdi. Lesið var úr verkum Jónasar Hallgrímssonar og Hannesar Hafstein.Á morgun -föstudaginn 4. maí verður gengið á Úlfarsfellið. Aka skal þjóðveg 1 (Vesturlandsveg) beygja hjá Bauhaus inn á Lambhagabraut, beygja til hægri inn á Mímisbrunn, aka hann að Skyggnisbraut og eftir henni að uppgöngustað. Sjá kort hér. Á Úlfarsfelli verður hrópað húrra fyrir þeim sem hafa mætt alla morgnana í vikunni og etinn morgunmatur í boði Ferðafélagsins.Athugið að bílar fara úr Mörkinni 6. kl. 06.00 og aka að upphafsstað göngu. Ganga hefst því ca. 06.20 eða þar um bil.                   Morgungenglar hlýða á ljóðalestur á Helgafelli.02. maí - Helgafell við Mosfellsdal03. maí - Vífilsfell04. maí - Úlfarsfell Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þátttakendur koma á eigin bílum annað hvort í Mörkina 6 að húsakynnum FÍ þaðan sem farið verður í halarófu eigi síðar en kl. 06.00. Einnig er hægt að mæta beint að upphafsstað göngu. Settar verða inn leiðbeiningar hér á heimasíðuna fyrir hvern dag og hvert fjall.Í göngunum er reynt að halda meðalhraða sem allir ráða við og í meginatriðum miðað við að hópurinn sé samferða á toppinn. Undanfarin ár hefur verið lesið úr Skólaljóðunum á hverjum fjallstindi og verður eflaust svo einnig í ár. Fararstjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Örgöngur Ferðafélags Íslands hefjast 2. maí

Örgöngur Ferðafélags Íslands                  Á hverjum miðvikudegi í maí, þ.e. 2., 9., 16., 23. og 30. maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir samtals um 400.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson    Fyrsta gangan er miðvikudaginn 2. maí.  Leið: Gengið um malarstíginn, sem liggur upp Leirdalsklauf og inn á skógarstíg, sem liggur utan í Nónás.  Þá er farið inn á stíg sem liggur sunnan Reynisvatns og síðan inn á stíg er liggur upp á Velli – gamla skotsvæðið.  Frá Völlum er genginn stígur, sem liggur upp á Grenás sunnan Leirdals – þaðan niður Leirdal og að geymunum.                                                         Ekkert þátttökugjald

Hvenær gýs Hekla ?

Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, flytur erindi á vegum Hins íslenskanáttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 30. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Gestabókarganga á Viðarfjall við Þistilfjörð

Viðarfjall við Þistilfjörð hefur verið tilnefnt í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” sem er einn liður í almenningsíþróttaverkefnum Ungmennafélags Íslands. Héraðssamband Þingeyinga tilnefnir á hverju ári tvö fjöll á starfssvæði sínu í þetta verkefni; eitt í norðurhlutanum og annað í sunnanverðri sýslunni. Gengið verður á Viðarfjallið næstkomandi laugardag, þann 28. apríl nk. til að koma þar fyrir gestabók

Náttúruverndarþing á laugardaginn nk.

Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi efnir til náttúruverndarþings 2012 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 28. apríl kl. 10-16:30. Fjallað verður um stöðu rammaáætlunar, ferðaþjónustu, lýðræði, friðlönd og skipulag og starf náttúruverndarfélaga. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að borða hádegismat á þinginu (1.990 kr.) eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi 26. apríl á netfangið skraning@landvernd.is. Að kvöldi dags verður svo blásið til Náttúruverndarballs með skemmtidagskrá á efri hæð Kaffi Sólon (opnar kl. 20). Ómar Ragnarsson skemmtir.

Gengið á Kerhólakamb

Fjall mánaðarins í apríl er Kerhólakambur Esju Fjórða ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28 apríl.  Fyrirhugaðri göngu á Hátind Esju verður frestað þar til síðar. Aðastæður á þeirri leið eru erfiðar nú þegar snjór er að hverfa úr fjöllum og hrun er á lausum steinum á bröttum kafla gönguleiðarinnar. Sjá nánar >>

Jarðhitasvæðin við vesturjarðar Reykjanesfólkvangs

Ferðafélag Íslands og Landvernd standa saman að dagsferð 2. júní um jarðhitasvæðin við vesturjaðar Reykjanesfólksvangs.  Frá Reykjanesbraut verður ekið um Afstapahraun að Höskuldarvöllum og Trölladyngju. Gengið verður upp á hæðina sem eftir stendur af Eldborg við Trölladyngju og horft yfir jarðhitasvæðið en gígurinn er hornpunktur í Reykjanesfólkvangi. Frá Trölladyngju verður ekið að borholu HS Orku í hrauninu vestur af Sogum þar sem rútan verður yfirgefin. Þar er ætlunin að skoða jarðhitasvæði ásamt sprengigíg í hrauninu. Síðan verður gengið upp í Sogin, farið yfir myndunarsögu þeirra og litið á jarðhitann. Farið verður að Spákonuvatni en á þeirri leið fæst góð sýn yfir Sogin og gígasvæðið vestan undir Núpshlíðarhálsi en þar er upptakasvæði Afstapahrauns sem runnið hefur allt til sjávar í Vatnsleysuvík.

Fararstjórar FÍ björguðu hundi úr jökulsprungu

Sumardaginn fyrsta gekk 70 manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands á Eyjafjallajökul í blíðskaparveðri. Þar var á ferð hópur sem kallast Framhaldslífið en flestir í í hópnum tóku þátt í verkefni FÍ 52 fjöll á ári 2011. Farið var upp frá Seljavöllum. Um svipað leyti var á ferð á jöklinum annar hópur frá Félagi íslenskra fjallalækna (FÍFL). Með þeim var laus Labrador hundur, Tinni að nafni. Tinni féll í jökulsprungu í 1530 metra hæð skammt vestan við Guðnastein. Forsvarsmenn hópsins höfðu samband við FÍ hópinn og leituðu aðstoðar. Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, einn fararstjóra FÍ seig 15 metra niður í sprunguna og kom sigbelti utan um Tinna sem var dreginn upp heill á húfi. Guðmundi til aðstoðar var Ólafur Þór Rúdólfsson sem einnig var í hópi fararstjóra FÍ. Þeir Guðmundur eru þrautþjálfaðir björgunarmenn.Allt er gott sem endar vel og gönguhópurinn sat í sól og logni rétt við vettvanginn meðan þessu fór fram og annaðist fagnaðarlæti þegar bæði Tinni og Guðmundur voru komnir aftur upp úr iðrum jökulsins.

Laxnesshátíðin - Í fótspor skáldsins 21. apríl

Laxnesshátíðin Í fótspor skáldsins kl. 11 á morgun - laugardagKammerkór Norðurlands í Hörpu á sunnudaginnLaxness í lifandi myndum og Bernska skálds í byrjun aldar á mánudaginn Vinafélag Gljúfrasteins býður uppá göngu um miðbæ Reykjavíkur í fylgd Péturs Ármannssonar, arkitekts.  Gangan hefst við Laugaveg 32, fæðingarstað Halldórs Laxness,  laugardaginn 21. apríl kl 11:00 og endar við Vesturgötu 28, sem var  heimili hans á stríðsárunum. Pétur mun miðla fróðleik um ýmis hús þar sem Halldór hafði viðkomu um  lengri eða skemmri tíma á yngri árum. Sigrún Valbergsdóttir og Birgir D. Sveinsson munu lesa örstutt textabrot sem  tengjast þessum tíma í lífi hins unga manns. Sum húsanna standa enn, önnur eru horfin. Allir eru velkomnir – bærinn er stór!

Gosstöðvaferðir á Fimmvörðuháls á morgun 21. apríl

Dagsferð í Þórsmörk og Goðaland til að skoða ummerki gossins á Fimmvörðuhálsi. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8 og komið að Strákagili um kl. 11. Þaðan er lagt af stað upp Kattarhryggi og Morinsheiði að Magna og Móða. Áætlað er að koma til baka niður að rútu um kl. 16. Komið til Reykjavíkur að kvöldi. Fararstjóri: Bjarni Már Gylfason Verð: 18.000 / 21.000 Innifalið: Rúta og fararstjórn. Skráning og greiðsla fer fram á skrifstofu föstudaginn 20. apríl