Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS -92 á Vífilfelli í morgun
30.04.2012
Í morgun gengu 92 frískir morgungenglar á Vífilsfellið í svölu og fallegu verði. Sólin skein og fjallahringurinn gladdi. Lesið var úr verkum Jónasar Hallgrímssonar og Hannesar Hafstein.Á morgun -föstudaginn 4. maí verður gengið á Úlfarsfellið. Aka skal þjóðveg 1 (Vesturlandsveg) beygja hjá Bauhaus inn á Lambhagabraut, beygja til hægri inn á Mímisbrunn, aka hann að Skyggnisbraut og eftir henni að uppgöngustað. Sjá kort hér. Á Úlfarsfelli verður hrópað húrra fyrir þeim sem hafa mætt alla morgnana í vikunni og etinn morgunmatur í boði Ferðafélagsins.Athugið að bílar fara úr Mörkinni 6. kl. 06.00 og aka að upphafsstað göngu. Ganga hefst því ca. 06.20 eða þar um bil.
Morgungenglar hlýða á ljóðalestur á Helgafelli.02. maí - Helgafell við Mosfellsdal03. maí - Vífilsfell04. maí - Úlfarsfell
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þátttakendur koma á eigin bílum annað hvort í Mörkina 6 að húsakynnum FÍ þaðan sem farið verður í halarófu eigi síðar en kl. 06.00. Einnig er hægt að mæta beint að upphafsstað göngu. Settar verða inn leiðbeiningar hér á heimasíðuna fyrir hvern dag og hvert fjall.Í göngunum er reynt að halda meðalhraða sem allir ráða við og í meginatriðum miðað við að hópurinn sé samferða á toppinn. Undanfarin ár hefur verið lesið úr Skólaljóðunum á hverjum fjallstindi og verður eflaust svo einnig í ár. Fararstjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.