Fréttir

Velbergklifrandi toppahopparar

Tuttugu ofurhugar öxluðu bakpoka sína um liðna helgi og héldu til fundar við almættið uppi á efstu tindum, eggjum og brúnum Snæfellsnessfjallgarðsins.

Klöngur og klifur á Þingvöllum

Ekkert stoppar Ferðafélag barnanna, hvorki klettahöft né úrhellisrigning! Það sannaðist á 17. júní þegar 20 manna hópur bauð rigningunni byrginn og fann sér leið eftir endilöngum Þingvallagjánum, í gegnum hella, upp kletta og yfir djúpar gjár.

112 Ísland - snjallsímaforrit eykur öryggi ferðamanna

112 Iceland - Snjallsímaforrit sem eykur öryggi ferðafólks   112 Iceland er nýtt snjallsímaforrit eða „app“ fyrir ferðafólk.  Með forritinu geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð, „brauðmola“, en slíkar upplýsingar geta skipt sköpum ef óttast er um afdrif viðkomandi ferðalanga og leit þarf að fara fram. Ekki er þörf á gagnasambandi til þess að nýta forritið, hefðbundið GSM samband nægir.  Valitor þróaði  forritið  í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stokk en  því er ætlað að auka  öryggi ferðamanna hér á landi og þéttir það öryggisnet sem fyrir er í landinu. Að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Valitor hefur nú afhent þessum samstarfsaðilum nýja forritið til frjálsra nota og styður þannig hið mikilvæga öryggis- og forvarnarstarf þeirra. Ferðamönnum fjölgar stöðugt hér á landi og samkvæmt könnunum Ferðamálastofu sækir stærsti hluti þeirra í náttúru landsins. Alkunna er að íslensk náttúra getur reynst hörð í horn að taka, fólk getur fyrirvaralaust lent í óvæntum aðstæðum og áætlanir brugðist. Þegar slíkt hendir er nauðsynlegt að geta kallað eftir aðstoð á skjótan hátt og þar getur 112 Iceland komið sér vel. Skýrt skal tekið fram að þessum hugbúnaði er ekki ætlað að leysa önnur öryggistæki á borð við neyðarsenda eða talstöðvar af hólmi. Hins vegar er forritið nýja gagnleg viðbót sem nýtist hinum mikla fjölda fólks er notar snjallsíma og þéttir þannig það öryggisnet fjarskipta sem fyrir er í landinu. Snjallsímaforritið 112 Iceland má einnig nota erlendis en samskiptin fara þó alltaf fram í gegnum númerið 112 á Íslandi. Í slíkum tilvikum hefur Neyðarlínan samband við viðbragðsaðila í viðkomandi landi sem aðstoðar síðan þann einstakling er í hlut á. Unnt er að sækja snjallsímaforritið 112 Iceland á www.safetravel.is, í gegnum iPhone App Store eða á Play Store hjá Google fyrir þá sem eru með Android síma. Leiðbeiningar um notkun 112 Iceland Skráðu upplýsingar – notandi skráir inn nafn sitt og nafn og símanúmer nánasta aðstandenda. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar ef notandi sendir úr forritinu á 112. Skildu eftir slóð – þegar ýtt er á þennan hnapp fer GPS staðsetning síma/notanda ásamt tímasetningu til 112. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar í tengslum við leit og björgun. SOS – þegar ýtt er á þennan hnapp er notandi að kalla á aðstoð því um neyð er að ræða. GPS staðsetning þín fer til 112 og einnig opnast á símtal. Aðstoð er send af stað. Nánari upplýsingar veitir Tómas Gíslason aðstoðarframkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar í síma 570-2002                  

Sumarsólstöðuganga á Botnssúlur

Föstudaginn 22. júní n.k. efnir Ferðafélag Íslands til sólstöðugöngu á Botnssúlur. Lagt er af stað úr Mörkinni 6 kl. 18.00 og ekið upp í Hvalfjörð þar sem gangan hefst við Stóra-Botn. Gengið er sem leið liggur upp á Vestursúlu sem er 1086 metrar á hæð. Þar mun hópurinn standa á miðnætti og upplifa hina einstöku töfrastemmningu á fjöllum á Jónsmessunótt þegar óskasteinar fljóta upp og álfar fara á kreik. Áætluð vegalengd er 15 km. og áætluð hækkun um 1000 metrar. Hópurinn verður líklega aftur við rútur um kl. 03.00 um nóttina.Í tengslum við gönguna býðst harðsnúnum ferðalöngum að halda áfram af Vestursúlu og ganga á Háusúlu, Miðsúlu og Syðstusúlu og halda svo niður að Svartagili á Þingvöllum. Þetta er erfið og krefjandi ganga sem mun taka um 10 tíma.Verð í sólstöðugönguna 6000 kr fyrir félagsmenn en 8000 kr. fyrir aðra. Þeir sem koma á einkabílum að Stóra-Botni greiða 5000 kr. Leiðsögumenn frá Ferðafélagi Íslands stjórna för og fara fremst þeir Páll Guðmundsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir og Ævar Aðalsteinsson sem mun leiða förina um súlurnar allar að Svartagili.Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533. Missið ekki af einstöku ævintýri í næturgöngu á tignarlegustu fjöll í nágrenni Reykjavíkur.

Allir skálar Ferðafélags Íslands opnir

Nú hefur allt verið opnað og það eru komnir verðir í alla okkar skála þar sem að við erum með verði. Það eru komnir verðir í Jökuldal á Sprengisandsleið, á Laugaveginn og hreint um allt þannig að við erum tilbúin að taka á móti fólki,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, spurður um undirbúninginn fyrir sumarið hjá FÍ.

Fjallakofinn í þjóðhátíðarskapi!

Nú erum við í verslunum Fjallakofans í sumarskapi og bjóðum til þjóðhátíðarveislu föstudag og laugardag. Dagana 15. og 16. júní verða allar vörur* með 20% afslætti auk þess sem við bjóðum 30% afslátt af öllum nærbolum og buxum frá Smartwool og af sumarbolum og skyrtum frá Marmot. EF ÞÚ VILT TAKA FORSKOT Á SÆLUNA ÞÁ VERÐUR FJALLAKOFINN í KRINGLUNNI 7 MEÐ OPIÐ ÁFRAM FRÁ KL 18 TIL 22 Í KVÖLD - ÞAR BJÓÐAST ÞÉR ÞAU KJÖR SEM AUGLÝST ER AÐ SÉU Í BOÐI Á MORGUN OG LAUGARDAG! ALLIR SEM VERSLA Í KVÖLD FÁ GLAÐNING!   ÞÁ VERÐUM VIÐ MEР AUKA TILBOР Í KVÖLD - KAUPIÐ  ÞRJÚ PÖR AF SMARTWOOL SOKKUM  Á VERÐI  TVEGGJA (ódýrasta parið fylgir frítt með)!      Verið velkomin! Starfsfólk Fjallakofans   *gildir ekki á GPS tækjum, GoPro myndavélum, snjóflóðaýlum, landakortum og símakortum. Gildir ekki með öðrum tilboðum. Gildir í öllum verslunum Fjallakofans.   FJALLAKOFINN - útivistarvöruverslun -  Kringlunni 7 / Laugavegi 11 / Reykjavíkurvegi 64 Sími 510 9505 - www.fjallakofinn.is - fjallakofinn@fjallakofinn.is

Unglingafjör á Hornströndum

Bless, bless tölva, sími, Facebook og Twitter. Í þessari ferð fá fjörugir unglingar frí frá sínum hefðbundnu rafknúnu fylgihlutum og leika sér í staðinn úti í náttúrunni í fjóra daga. Athugið að skráningu lýkur fyrir helgi.

Þjóðhátíðarleiðangur á Þingvelli

Ferðafélag barnanna ætlar í þjóðhátíðarleiðangur til Þingvalla þann sautjánda júní. Þar fögnum við þjóðhátíð með því að ganga eftir endilangri Almannagjá, dýfum tánum ofan í ískalda Öxarána og syngjum Öxar við ána og Hæ hó jibbíjei svo undir tekur í hamraveggjunum.

Gengið var á Kálfstinda 26. maí

Lagt var af stað við Laugarvatnshella og gengið inn með Reyðarbarmi og upp í Flosaskarð. Þaðan var síðan bröllt upp bratta skriðu og fljótlega tók af alla útsýn bæði upp og niður vegna þoku sem lá yfir fjöllunum. Þegar upp var komið hófst afar fróðlegur fyrirlestur um það sem hugsanlega bæri fyrir augu.

Fjall mánaðarins í júní er Heiðarhorn – Skarðsheiði 1053 m

Sjötta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. júní. Skarðsheiði er mikið fjallendi milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Þar eru margir hnjúkar og þverbrattir tindar sem teigja sig upp í un 1000 m. hæð yfir sjó. Fjallið er hluti af nokkurra miljón ára gamalli megineldstöð sem er mikið rofinn af jöklum ísaldanna. Okkar gönguleið er á Heiðarhorn sem er hæsti tindur Skarðsheiðar og blasir við frá Reykjavík í góðu skyggni.Sjá nánar >>