Fréttir

Útkall í Esjuna annan hvern mánuð

Í gær voru afhjúpuð fræðslu- og varúðarskilti á þremur stöðum við Esjurætur. Skiltin eru við vinsælustu gönguleiðina á fjallið, Þverfellshorn, við Kerhólakamb og við Skarðsá þar sem gengið er á Móskarðshnjúka.

Að kenna Reykvíkingum að ferðast...

Í árbók FÍ 1928 talar Sigurður Nordal meðal annars um nauðsyn þess að kenna Reykvíkingum að ferðast svo að það verði ..... öðrum landsmönnum til sem minnstra óþæginda og truflunar. Hjörleifur Guttormsson rifjaði þessi orð Sigurðar upp þegar hann var gerður að heiðursfélaga FÍ á afmælisfagnaði félagsins í gær.

Fjallabaktería er góð baktería

„Við þurfum að þekkja landið til að elska það og virða og einmitt þar gegnir Ferðafélag Íslands afar mikilvægu hlutverki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ávarpi sínu á 90 ára afmælisfagnaði FÍ sem haldinn var í Safnahúsinu seinnipartinn í dag.

Af fæðingu félags

Ferðafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Félagið var stofnað með formlegum hætti þann 27. nóvember 1927 í svokölluðum Kaupþingssal í húsakynnum Eimskipafélags Íslands. Viðstaddir stofnun félagsins voru 63 fundargestir.

Frumkvöðlar með hugsjónir og framtíðarsýn

Við stofnun FÍ árið 1927 var þegar lagður grunnur að kjörsviðum félagsins, tilgangi og markmiðum sem nú 90 árum síðar eru enn hin sömu.

Eftirminnileg eldskírn Sigrúnar

Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands, hefur átt samleið með félaginu í tæpa kvartöld eða allt frá því að hún lagði í nokkurra daga göngu á Hornstrandir ásamt eiginmanni sínum Gísla Má Gíslasyni. Sú ferð átti eftir að leiða hana á nýjar slóðir og það ekki einungis í leik heldur einnig starfi.

90 ára afmæli FÍ

Ferðafélag Íslands fagnar um þessar mundir 90 ára afmæli og hefur starfsemi ársins borið þess merki, með fjölbreyttri göngudagskrá, viðburðum og útgáfu.

Ferðafélagið fléttað inn í heimilislífið

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, hefur leitt félagið á miklum breytingatímum. Hann segir sterkar rætur og frjóa sprota vera lykilinn að farsæld félagsins.

Örnefni að Fjallabaki

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, fjallar um nafngiftir í Friðlandinu að Fjallabaki á fundi hjá Nafnfræðifélaginu næstkomandi laugardag 11. nóvember.

Magnað FÍ Háfjallakvöld

Háskólabíó fylltist og hátt í 2 milljónir söfnuðust fyrir Líf styrktarfélag á FÍ Háfjallakvöldi sem haldið var í Háskólabíói.