FÍ hefur ákveðið að ráða sérstaka göngustjóra til vinnu á Laugaveginum næsta sumar. Hlutverk þeirra verður að ganga á milli skála, aðstoða göngufólk, leiðbeina og fræða.
Verið er að vinna að kærkominni yfirhalningu á skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi við Hvítárvatn á Kili. Hvítárnesskálinn er einn fallegast skáli félagsins en jafnframt sá elsti, byggður 1930.
Í haust var unnið að lagfæringum á göngubrúnni yfir Skógá, á leiðinni upp á Fimmvörðuháls. Handrið brúarinnar var orðið afar lélegt og öryggi göngumanna í hættu.
Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands býðst félagsmönnum að kaupa nokkrar vandaðar vörur á sérstöku tilboðsverði. Um er að ræða sérmerkta jakka og peysur en líka alhliða gönguskó og endingargóða hitabrúsa.
Frábær þátttaka hefur verið í lýðheilsugöngum FÍ út um allt land sem af er þessum mánuði. Næstu göngur fara fram víðsvegar um landið n.k. miðvikudag, 20. september.