Fréttir

Myndakvöld um Fjallabak

Hefðbundið FÍ myndakvöld með myndagetraun og tilheyrandi verður haldið þriðjudaginn 10. apríl.

Fjallaskíðaleiðangur á Eyjafjallajökul

Fantafæri og bjart veður einkenndi skemmtilega FÍ fjallaskíðaferð sem farin var á Eyjafjallajökul um síðustu helgi.

Áttavitinn: Nýtt FÍ hlaðvarp

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Ferðafélags Íslands hefur litið dagsins ljós. Í fyrsta þættinum er spjallað við John Snorra Sigurjónsson fjallagarp með meiru.

Laugavegurinn á Wappinu

Leiðarlýsing á hinni sívinsælu gönguleið um Laugaveginn hefur nú verið gefin út í Wapp-Walking appinu. Leiðin er í boði Ferðafélagsins og kostar notendur ekki neitt.

Örnefni við Djúp

Fjallað verður um sögustaði og örnefni við Ísafjarðardjúp á fyrirlestri næsta laugardag, 24. mars.

Glimrandi gönguskíðaferð í Landmannalaugar

Um 20 manna hópur á vegum FÍ fór inn í Landmannalaugar í glæsilegu veðri um helgina á gönguskíðum með púlku í eftirdragi.

Aðalfundur FÍ 15. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn 15. mars næstkomandi í sal FÍ, Mörkinni 6 og hefst stundvíslega kl. 20.

Að dvelja í skála að vetrarlagi

Félagar í Ferðafélaginu geta sótt um aðgang að skálum félagsins að vetrarlagi. Enginn skálavörður er í þeim, nema í Landmannalaugum. Stefán Jökull Jakobsson er umsjónarmaður þeirra. Best er að allir reyni að skilja við skálana í betra ásigkomulagi en þeir voru í áður.

Allt um tröllaörnefni

Fjallað verður um tröllaörnefni og framhaldslíf goðanna á fyrirlestri Nafnræðifélagsins næsta laugardag 24. febrúar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:15 og er haldinn í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi

Miðvikudaginn 7. mars kl. 20 leiðir Elva Björg Einarsdóttir, höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók, fólk um sveitina sína og kynnir göngur á svæðinu og segir því hvers vegna það ætti að leggja leið sína þangað. Kynningin fer fram í risinu í húsnæði FÍ Mörkinni 6.