Fréttir

Máttur víðernanna

Í tilefni vorhátíðar Kötlu jarðvangs bjóða Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta,19. apríl, kl. 13-16:30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

FÍ samplokk á Degi jarðar

Sunnudaginn 22. apríl er stefnt að því að fá alla út að plokka rusl. FÍ skipuleggur stóran sameiginlegan plokkdag og er mæting við Olís við Rauðavatn.

Gestir og gangandi í náttúrunni

Ferðafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða upp á fimm göngur í apríl og maí, í og við Reykjavík þar sem nýir Íslendingar eru boðnir velkomnir.

Öryggismál bætt í Egilsseli

Blásið var til vinnuferðar upp í Egilssel á Lónsöræfum um helgina í þeim tilgangi að laga fjarskiptamál skálans sem hafa verið í ólestri.

Ánægðir á Laugaveginum

Ríflega 88% göngumanna sem gengu Laugaveginn síðasta sumar, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, töldu að náttúran á leiðinni hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Aðeins 1% taldi náttúruna ekki standast væntingar.

Umhverfisátak Ferðafélags Íslands

Mikil orka býr í fjallahópum FÍ þar sem hundruð þátttakenda fá útrás fyrir orku sína í fjallgöngum og útiveru. Nú boðar Ferðafélag Íslands umhverfisátak á næstu vikum þar sem þátttakendur í fjallaverkefnum FÍ og almenningur allur er hvattur til að mæta og plokka plast á hinum ýmsu svæðum.

Fjölbreytt FÍ Fræðslukvöld

Nokkrir spennandi örfyrirlestrar fyrir ferðafélaga og útivistarfólk verða á Fræðslukvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudaginn 12. apríl í sal FÍ, Mörkinni 6.

Landvættahópurinn æfir stíft

Fyrsta þrautin í Landvættaáskoruninni er Fossavatnskeppnin í lok mánaðarins. Landvættahópur FÍ verður í æfingabúðum á gönguskíðum um helgina. Æft er stíft þessa dagana í öllum fjórum greinum.

Myndakvöld um Fjallabak

Hefðbundið FÍ myndakvöld með myndagetraun og tilheyrandi verður haldið þriðjudaginn 10. apríl.

Fjallaskíðaleiðangur á Eyjafjallajökul

Fantafæri og bjart veður einkenndi skemmtilega FÍ fjallaskíðaferð sem farin var á Eyjafjallajökul um síðustu helgi.