Ókeypis dagsferð á Ok 18. ágúst
01.08.2018
Þann 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli. Leiðsögumennirnir Hjalti Björnsson og Ragnar Antoniussen munu vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.