Fréttir

Tökum haustinu fagnandi

Hver árstíð hefur sinn sjarma. Nú þegar sumri fer að halla tekur haustið við með sínu einstaka litrófi.  Við hvetjum fólk til að reima á sig skóna og anda að sér fersku fjallalofti í haustdýrðinni.  En um leið hvetjum við alla til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér færð á vegum og sérstaklega ef þarf að fara yfir ár og vöð.

Lýðheilsugöngur FÍ - gengið í öllum landslutum í september

Gengið verður í öllum landslutum í september í Lýðheilsugöngum FÍ. Um er að ræða ókeypis göngur vítt og breitt um landið.

Eldri og heldri borgarar í Þórsmörk

Eldri og heldri borgarar áttu góða ferð í Þórsmörk í nýliðinni viku þar sem allir áttu góða og skemmtilega stund í Mörkinni. „Upplifðu Þórsmörkina“ ferð eldri og heldri borgara

Áttaviti FÍ - Gekk reglulega 22km til að komast í sturtu

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Kári Ívarsson skálavörður í einum afskekktasta skála ferðafélagsins, Hrafntinnuskeri sem er í um 1.100m hæð. Jóhann hefur starfað sem skálavörður síðan 2012 þar af lengstum í Hrafntinnuskeri.

Ingólfsskáli málaður

Hópur vaskra félagsmanna í Ferðafélagi Skagfirðinga hélt upp að Hofsjökli helgina 17. – 19. ágúst í málningarvinnu við Ingólfsskála.

Bilun í símakerfi FÍ

Bilun er í símakerfi FÍ, verið er að vinna að viðgerð. Vinsamlegast sýnið biðlund. Við viljum benda á að netfang okkar er ávallt opið, fi@fi.is

Ferðafélag barnanna safnar sveppum 1. september

Ferðafélag barnanna safnar sveppum 1. september n.k. Vinsamlegast athugið að um breytta dagsetningu er að ræða, ferðin var áður fyrirhuguð 25. ágúst.

Yndislegt í Emstrum

Guðbjörn Gunnarsson og Heiðrún Ólafsdóttir eru skálaverðir FÍ í Emstrum og hafa þau verið tvö ár skálaverðir þar á bæ. Við tókum Guðbjörn tali um sumarið og lífið í Emstrum.

Fjallaverkefni og hreyfihópar fara af stað haustið 2018

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjalla- og hreyfihópum sem allir eiga það sammerkt að vera lokaðir hópar sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Ný upplýsingaskilti sett upp í Landmanalaugum

Ferðafélag Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun hefur sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Landmannalaugum. Á skiltinu koma fram upplýsingar um alla þjónustu og aðstöðu í Landmannalaugum, gönguleiðir í nágrenni Landmannalauga sem og upplýsingar um náttúruvernd á svæðinu og umhverfisvæn skilaboð til ferðamanna.