Gönguhópur sem faðmar tré
24.06.2024
Ferðafélag Íslands er eitt stærsta lýðheilsufélag landsins, segir Ólöf Kristín Sivertsen forseti FÍ. Þar á hún reyndar ekki endilega við að félagið hafi breyst í þessa veru til að vera í takt við tíðaranda, heldur hafi það unnið í þágu lýðheilsu allar götur frá stofnun þess árið 1927. Ólöf segir að félagið hafi alla tíð haft það að markmiði að efla heilbrigði og lífsgæði fólks með ferðalögum, hreyfingu og útivist í góðum félagsskap.