Fréttir

Útsala hjá Fjallakofanum hefst í dag 21. febrúar


Skálavörður mættur í Landmannalaugar

Við fórum upp eftir mánudaginn 17. febrúar og gekk ferðin vel. Harðfenni og gott bílafæri, en ekki góð færð fyrir vélsleða eða skíði. Þegar komið var að sléttunum við Eskihlíð og Hnausapoll var ansi mikill blámi og krapalegt útlit.

FÍ óskar eftir skálavörðum

Ferðafélag Íslands óskar eftir skálavörðum til starfa í skálum félagsins við Laugaveginn sumarið 2025.

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2024.

Vinnur þú jöklaferð? - Samkeppni fyrir ungt fólk

Í tilefni af degi jökla er efnt er til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10-20 ára. Óskað er eftir verkum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Tillögur á öllum tungumálum eru velkomnar. Hugmyndum má skila í mynd- og/eða ritmáli. Texti má vera vélritaður eða handskrifaður, lágmarks orðafjöldi er 200 orð. Verkið getur þannig t.d. verið skoðanagrein, pistill, örsaga, prósaljóð, myndaritgerð, myndskýrsla, myndasaga eða vídeóverk.

Fjölbreytt námskeið hjá FÍ

Ferðafélag Íslands býður upp á spennandi námskeið fyrir útivistarfólk sem vill auka þekkingu sína og færni í útivist.

Ferðafélag íslands býður upp á spennandi skíðaferðir

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölbreyttar skíðaferðir í vetur, þar sem áhersla er lögð á náttúruupplifun og útivist í fallegu vetrarlandslagi. Ferðirnar eru skipulagðar af reyndum leiðsögumönnum og henta bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja njóta íslenskrar náttúru á ferðaskíðum eða fjallaskíðum.

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn.

Frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins.

,,Við þökkum fyrir frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins. Skráning í gönguhópa og sumarleyfisferðir félagsins hefur sjaldan verið meiri en nú," segir Heiða Meldal ferðafulltrúi FÍ.

FÍ er leiðandi afl í útvist, heilsueflingu og jákvæðum tengslum við náttúru

„Maður finnur fyrir svo miklu stolti yfir því að fá að vera partur af sögu þessa félags,“ segir Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands þegar hún horfir til baka yfir fjölskrúðugt ferðaár sem er að kveðja. Þótt nú sé svartasta skammdegi þá er líka mjög bjart framundan í starfi FÍ og ný ferðaáætlun er komin út sem er afar fjölbreytt svo ekki sé meira sagt.