Fréttir

Fjöruferð í Gróttu á sunnudag

Viltu koma í fjöruferð með Háskóla Íslands og Ferðafélagi barnanna og fá fróðleik í fararnesti?

Árbók FÍ helguð fuglinum fljúgandi

Lóan er komin. Þessi þrjú orð eru ekki lítil í huga Íslendinga því þau tákna sjálft vorið og sumarkomuna.

Árbók FÍ 2025

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 98. árið í röð. Titill bókarinnar er Fuglar og fuglastaðir. Í henni er farinn réttsælis hringur um landið og fjallað um landsvæði eða afmarkaða staði með tilliti til fuglaskoðunar.

Vel heppnuð páskaeggjaleit Ferðafélags barnanna

Í gær fór fram páskaeggjaleit Ferðafélags barnanna í Heiðmörk þar sem hátt í 50 börn mættu ásamt foreldrum, ömmum og öfum, frænkum eða frændum.

Gítárnámskeiðin slá í gegn


Sértilboð fyrir félaga FÍ á sýninguna Fjallabak!


Elín Björk kjörin varaforseti stjórnar Ferðafélags Íslands - Agnes Ósk ný í stjórn félagsins.

Elín Björk Jónasdóttir var kjörin í embætti varaforseta Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Elín hefur átt sæti í stjórn félagsins sl. 2 ár og tekur við emæbttinu af Sigrúnu Valbergsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elín Björk hefur tekið þátt í starfi Ferðafélags Íslands í mörg ár. Elín er þjóðþekkt sem veðurfréttamaður í mörg ár og starfaði lengi á Veðurstofu Íslands en starfar í dag sem sérfræðingur í Umhverfisráðuneytinu.

Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir heiðursfélagar Ferðafélags Íslands

Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gær voru Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sæmdar nafnbótinni heiðurfélagi Ferðafélags Íslands. Sigrun og Ingunn hafa báðar átt langt og farsælt starf með félaginu, Sigrún verið varaforseti, formaður ferðanefndar og fararstjóri og Ingunn starfað í 33 ár á skrifstofu félagsins og lengi sem aðstoðarframkvæmdastjóri.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 19. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.

Hæstánægð með ferðina í Grunnavík

Þau Steindóra Gunnlaugsdóttir kennari og Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskiptafræðingur fóru í sína fyrstu ferð með Ferðafélaginu í fyrra og Grunnavík varð einmitt fyrir valinu.